Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tyson ætlar að rækta kannabis
Fréttir 18. janúar 2018

Tyson ætlar að rækta kannabis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í boxi, hefur ákveðið að söðla rækilega um og hefur nú uppi áform um að hefja stórfellda kannabisrækt á búgarði Kaliforníuríki.

Áform Tyson eru stórtæk og er markmið hans að rækta eigið kannabisyrki, TYSON OG sem mun vera blendingur yrkjanna Mike Tyson og OG Kush,  á rúmlega sextán hekturum. Tyson og samstarfsmenn hans segja ræktunina mögulega þar sem búið er að lögleiða kannabis í Kaliforníu.

Í yfirlýsingu vegna ráðahagsins segir að Tyson hafi lengi verið stuðningsmaður þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni og til einkanota og að hann vonist til að búgarðurinn verði til að auka skilning manna á gagnsemi plöntunnar.

Helmingur búgarðsins verður lagður undir kannabisrækt og munu garðyrkjumenn með sérþekkingu í þeim fræðum sjá um ræktunina. 

Hugmyndin er einnig að á búgarðinum verði aðstaða fyrir gesti til að skoða og fræðast um framleiðsluna og gista, beri svo við. Fyrsta skóflustungan að húsakynnunum voru tekin fyrir skömmu.

Skylt efni: Mike Tyson | kannabis

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...