Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tyson ætlar að rækta kannabis
Fréttir 18. janúar 2018

Tyson ætlar að rækta kannabis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í boxi, hefur ákveðið að söðla rækilega um og hefur nú uppi áform um að hefja stórfellda kannabisrækt á búgarði Kaliforníuríki.

Áform Tyson eru stórtæk og er markmið hans að rækta eigið kannabisyrki, TYSON OG sem mun vera blendingur yrkjanna Mike Tyson og OG Kush,  á rúmlega sextán hekturum. Tyson og samstarfsmenn hans segja ræktunina mögulega þar sem búið er að lögleiða kannabis í Kaliforníu.

Í yfirlýsingu vegna ráðahagsins segir að Tyson hafi lengi verið stuðningsmaður þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni og til einkanota og að hann vonist til að búgarðurinn verði til að auka skilning manna á gagnsemi plöntunnar.

Helmingur búgarðsins verður lagður undir kannabisrækt og munu garðyrkjumenn með sérþekkingu í þeim fræðum sjá um ræktunina. 

Hugmyndin er einnig að á búgarðinum verði aðstaða fyrir gesti til að skoða og fræðast um framleiðsluna og gista, beri svo við. Fyrsta skóflustungan að húsakynnunum voru tekin fyrir skömmu.

Skylt efni: Mike Tyson | kannabis

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...