Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tyson ætlar að rækta kannabis
Fréttir 18. janúar 2018

Tyson ætlar að rækta kannabis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í boxi, hefur ákveðið að söðla rækilega um og hefur nú uppi áform um að hefja stórfellda kannabisrækt á búgarði Kaliforníuríki.

Áform Tyson eru stórtæk og er markmið hans að rækta eigið kannabisyrki, TYSON OG sem mun vera blendingur yrkjanna Mike Tyson og OG Kush,  á rúmlega sextán hekturum. Tyson og samstarfsmenn hans segja ræktunina mögulega þar sem búið er að lögleiða kannabis í Kaliforníu.

Í yfirlýsingu vegna ráðahagsins segir að Tyson hafi lengi verið stuðningsmaður þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni og til einkanota og að hann vonist til að búgarðurinn verði til að auka skilning manna á gagnsemi plöntunnar.

Helmingur búgarðsins verður lagður undir kannabisrækt og munu garðyrkjumenn með sérþekkingu í þeim fræðum sjá um ræktunina. 

Hugmyndin er einnig að á búgarðinum verði aðstaða fyrir gesti til að skoða og fræðast um framleiðsluna og gista, beri svo við. Fyrsta skóflustungan að húsakynnunum voru tekin fyrir skömmu.

Skylt efni: Mike Tyson | kannabis

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...