Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vísindamennirnir spá verulegum vatnsskorti á Amasón-svæðinu, í Suður-Afríku, á Miðjarðarhafssvæðinu og í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna.
Vísindamennirnir spá verulegum vatnsskorti á Amasón-svæðinu, í Suður-Afríku, á Miðjarðarhafssvæðinu og í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna.
Fréttir 5. febrúar 2021

Tvöfalt fleiri geta orðið þurrkum að bráð á næstu áratugum

Höfundur: ehg

Vísindamenn spá því að tvöfalt fleiri en í dag geti orðið miklum þurrkum að bráð fyrir árið 2100, en tveir þriðjuhlutar af landsvæði heimsins mun, ef þróunin heldur áfram á sama veg, hafa minni aðgang að fersku vatni.

Í tímaritinu Nature Climate Change birtist nýverið grein eftir vísindamenn um málefnið þar sem loftslagsbreytingum er að mestu kennt um. Þrátt fyrir að minnkun verði í losun á gróðurhúsalofttegundum þá er því spáð að hlutfall landsvæða sem muni verða þurrkum að bráð aukist úr þremur prósentum í sjö. Það þýðir að fjöldi fólks sem verður fyrir barðinu eykst úr 230 milljónum í 500 milljónir manna. Vísindamennirnir spá verulegum vatnsskorti á Amasón-svæðinu, í Suður-Afríku, á Miðjarðarhafssvæðinu og í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna.

Loftslagsbreytingum að hluta kennt um

Samkvæmt rannsókninni er því spáð, að ef ekki næst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að einn af hverjum tólf jarðarbúum muni lifa við alvarlegan vatnsskort á hverju ári til ársins 2100. Á síðustu öld voru sambærilegar tölur einn á móti 33. Þessari þróun er loftslagsbreytingunum að mestu kennt um en ekki auðlindastjórnun eins og áveitum og dælingu á grunnvatni.

Jarðarbúar hafa lent í slæmum þurrkatímabilum löngu áður en losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar á jarðefnaeldsneyti leiddi til hnatthlýnunar. En gögn, sem hefur verið safnað frá jörðinni og gervitunglum, sýna svart á hvítu að loftslagsbreytingarnar auka lengd þess og styrk. Mögulegar afleiðingar þessa urðu síðan augljósar þegar vatnsgeymslur í höfuðborg Suður-Afríku, Cape Town, þornuðu upp árið 2018 eftir þurrkatímabil til margra ára. Vatnsgeymslan sá 3,7 milljónum íbúa fyrir vatnsbirgðum.

Hnatthlýnun hingað til, sem er aðeins yfir einni gráðu síðan um miðja 19. öld, hefur þrefaldað líkur á sambærilegum þurrkatímabilum. Ef hitastig heldur áfram að hækka um tvær gráður þrefaldast áhættan til viðbótar. Mexíkóborg á í vandræðum með vatn og Kalifornía, sem er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, hefur átt í erfiðleikum með skort á regnvatni síðustu áratugi. Það er mikið áhyggjuefni vísindamannanna að mörg svæði heimsins muni á komandi árum standa frammi fyrir alvarlegum vatnsskorti.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.