Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ítalska ríkið reynir nú að bjarga Monte dei Paschi di Siena-bankanum, elstu fjármálastofnun heims, frá gjaldþroti.
Ítalska ríkið reynir nú að bjarga Monte dei Paschi di Siena-bankanum, elstu fjármálastofnun heims, frá gjaldþroti.
Fréttir 8. febrúar 2017

Tuttugu milljarða evra ekki taldar duga

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ríkisstjórn Ítalíu samþykkti rétt fyrir jól að veita sem nemur yfir 20 milljörðum evra af almannafé til að bjarga bönkum landsins frá falli. Þetta samsvarar nærri 2.380 milljörðum íslenskra króna. 
 
Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að elsti banki heims, Banca Monte dei Paschi di Siena SpA á Ítalíu, tókst ekki að skrapa saman á markaðnum 5 milljörðum evra til að halda bankanum á floti. Neyðaraðgerðir ríkisins fela í sér í raun stærstu þjóðnýtingu banka á Ítalíu síðan 1930, samkvæmt frétt Bloomberg. Þetta er í þriðja sinn sem ítalska ríkið kemur bankanum til aðstoðar frá hruninu 2008 og er ríkið í raun að kaupa upp að nýju allt sem áður hefur tapast. 
 
Skulda sem nemur yfir 41.500 milljörðum króna
 
Ítalskir bankar hafa verið í miklum vandræðum vegna ónýtra lána sem engar tryggingar eru fyrir. Nema slík lán um 350 milljörðum evra (yfir 41.500 milljarðar ísl. kr.) og hafa grafið undan tiltrú fjárfesta á að Ítalía geti staðið undir slíkum ósköpum. Yfirtaka ríkisins á Monte dei Paschi-bankanum dugar þó ekki því fleiri bankar eru í kröggum og  búist er við að ríkið yfirtaki einnig Veneto Banca SpA og Banca Popolare di Venenzia. 
 
Ekki nóg að gert
 
Þrátt fyrir um 20 milljarða innspýtingu ítalska ríkisins inn í bankakerfið telja ýmsir að sú upphæð dugi engan veginn. Til að laga stöðuna þurfi 52 milljarða evra innspýtingu. Þá varaði Jens Weidmann, forstjóri Bundesbank í Þýskalandi, við aðgerðum ítalskra stjórnvalda sem miðast einkum við að bjarga Monte dei Paschi-bankanum. Ríkisstjórnin ætt miklu frekar að veita fé inn í banka sem eru „heilbrigðir“ og láta þá verst stöddu bankana falla. 
 
Samtengt bankavandamál
 
Málið er mjög snúið þar sem miklar krosstengingar hafa verið í viðskiptum með léleg lán í bankakerfi Evrópu. Þannig afmarkast vandinn ekki bara við Ítalíu því hann tengist líka bönkum víðar um lönd, m.a. stærstu bönkum Þýskalands. Þar hefur Deutche Bank verið í miklum vanda og neyddist m.a. fyrir jólin til að samþykkja 12,5 milljarða dollara sekt vegna misferlis í Bandaríkjunum. Þó þetta sé mikið högg fyrir bankann þótti fjárfestum það þó mun skárra en þeir 14 milljarðar sem bankinn átti upphaflega að greiða. Því hækkuðu hlutabréf í bankanum við þessi tíðindi, eins undarlega og það kann að hljóma. 
 
ESB veitti sem nemur 237 þúsund milljörðum inn í bankana
 
Spurningin varðandi bankakerfi Evrópu hlýtur einnig að snúast um þolinmæði almennings gagnvart því að skattfé sé notað til að bjarga bönkum á meðan hagur almennings versnar en þeir ríku verða stöðugt ríkari. Frá efnahagshruninu 2008 til 2014 settu stjórnvöld Evrópusambandsins nærri tvær billjónir evra (2.000.000.000.000 evrur), eða sem svarar 237 þúsund milljarða íslenskra króna, til að bjarga evrópskum fjármálastofnunum.

Skylt efni: bankakreppa

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...