Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jónína Stefánsdóttir, formaður Gullhyls, og Skapti Steinbjörnsson, formaður Skagfirðings.
Jónína Stefánsdóttir, formaður Gullhyls, og Skapti Steinbjörnsson, formaður Skagfirðings.
Fréttir 22. júní 2016

Tökum fagnandi á móti öllum með sól í hjarta

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir
„Ég tel að við höfum sýnt það, Skagfirðingar, að með miklum samtakamætti er allt hægt. Við hlökkum til að taka á móti gestum á þetta glæsilega landsmótssvæði, tökum fagnandi á móti öllum með sól í hjarta,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður stjórnar Gullhyls, félags í eigu hestamannafélagsins Skagfirðings sem sér um rekstur og umsýslu Landsmóts hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal í lok júní.
 
Hestamannafélögin þrjú sem áður voru í Skagafirði; Stígandi, Léttfeti og Svaði, voru sameinuð í eitt fyrr á þessu ári, en í sameiningu áttu þau félagið Gullhyl sem áður fyrr sá um rekstur Landsmóta á Vindheimamelum. Formaður Skagfirðings er Skapti Steinbjörnsson.
 
Stutt, snarpt en gott undirbúningsferli
 
Þau Jónína og Skapti segja að allar framkvæmdir á landsmótssvæðinu á Hólum hafi gengið vel og verið á áætlun. „Þetta var stutt en snarpt ferli, undirbúningur gekk vel og verkið allt unnið á mettíma, við unnum þetta með góðu fólki hratt og örugglega,“ segja þau, en framkvæmdir vegna Landsmóts hófust í kringum 10. ágúst í fyrra.
 
Jónína og Skapti eru sammála um að vel hafi verið til fundið að flytja Landsmót að Hólum, en þar komu hestamenn síðast saman á Landsmóti fyrir 50 árum, árið 1966.  „Vissulega var tíminn til undirbúnings ekki langur, en það var mikill einhugur í Skagfirðingum og mikill vilji til að gera mótið sem best úr garði. Hér hefur vel verið staðið að öllum málum og mótið verður hið glæsilegasta,“ segir Skapti.
 
Gæfuspor að færa Landsmót að Hólum
 
Jónína segir að æ ríkari kröfur séu gerðar til landsmótssvæða, þau þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði m.a. varðandi byggingar og margt fleira. Því hafi vart annað komið til greina en halda mótið á Hólum þar sem uppbygging mun nýtast til framtíðar. Nemar í hestafræðum við Háskólann á Hólum munu njóta góðs af, en á vegum skólans sé nánast eitthvað um að vera árið um kring. Nú á næstu dögum fara til að mynda fram inntökupróf vegna náms á næsta skólaári og þá verða námskeið og annað fræðslustarf í gangi fram á sumar. Skólinn nýtir svo svæðið frá því síðsumars og fram eftir vori.
 
„Þetta glæsilega mótssvæði mun því svo sannarlega verða í mikilli notkun, hingað kemur fólk til náms frá landinu öllu, auk þess sem fjöldi útlendinga sækir það einnig. Þetta eflir starf skólans og hestamennsku í Skagafirði líka,“ segja þau Jónína og Skapti.
 
Höfðu ekki allir trú á  að þetta tækist
 
„Þetta hefur verið mikið átak, en gengið snurðulaust fyrir sig. Þátttaka og velvilji sveitarfélagsins Skagafjarðar skiptir þar öllu máli, en stjórnendur og starfsmenn hafa staðið þétt við bakið á okkur allan framkvæmdatímann og stutt með ráðum og dáð. 
 
Það gerði kleift að ráðast í svo viðamikla uppbyggingu á skömmum tíma,“ segja þau. Þá megi ekki gleyma því að framkvæmdastjóri Landsmótsins, Áskell Heiðar Ásgeirsson, hafi lyft grettistaki á þessum stutta framkvæmdatíma.
 
Léttir að sjá fyrir endann á verkefninu
 
Vissulega fylgir því mikill léttir að nú sjái fyrir endann á verkefninu, framkvæmdir á lokastigi og mikil tilhlökkun ríkjandi vegna mótsins.  „Það höfðu ekki allir trú á að þetta tækist, en við höfum sannað að með sameiginlegu átaki, þar sem allir leggjast á árar, er hægt að áorka miklu á stuttum tíma.“
 
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.