Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jónína Stefánsdóttir, formaður Gullhyls, og Skapti Steinbjörnsson, formaður Skagfirðings.
Jónína Stefánsdóttir, formaður Gullhyls, og Skapti Steinbjörnsson, formaður Skagfirðings.
Fréttir 22. júní 2016

Tökum fagnandi á móti öllum með sól í hjarta

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir
„Ég tel að við höfum sýnt það, Skagfirðingar, að með miklum samtakamætti er allt hægt. Við hlökkum til að taka á móti gestum á þetta glæsilega landsmótssvæði, tökum fagnandi á móti öllum með sól í hjarta,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður stjórnar Gullhyls, félags í eigu hestamannafélagsins Skagfirðings sem sér um rekstur og umsýslu Landsmóts hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal í lok júní.
 
Hestamannafélögin þrjú sem áður voru í Skagafirði; Stígandi, Léttfeti og Svaði, voru sameinuð í eitt fyrr á þessu ári, en í sameiningu áttu þau félagið Gullhyl sem áður fyrr sá um rekstur Landsmóta á Vindheimamelum. Formaður Skagfirðings er Skapti Steinbjörnsson.
 
Stutt, snarpt en gott undirbúningsferli
 
Þau Jónína og Skapti segja að allar framkvæmdir á landsmótssvæðinu á Hólum hafi gengið vel og verið á áætlun. „Þetta var stutt en snarpt ferli, undirbúningur gekk vel og verkið allt unnið á mettíma, við unnum þetta með góðu fólki hratt og örugglega,“ segja þau, en framkvæmdir vegna Landsmóts hófust í kringum 10. ágúst í fyrra.
 
Jónína og Skapti eru sammála um að vel hafi verið til fundið að flytja Landsmót að Hólum, en þar komu hestamenn síðast saman á Landsmóti fyrir 50 árum, árið 1966.  „Vissulega var tíminn til undirbúnings ekki langur, en það var mikill einhugur í Skagfirðingum og mikill vilji til að gera mótið sem best úr garði. Hér hefur vel verið staðið að öllum málum og mótið verður hið glæsilegasta,“ segir Skapti.
 
Gæfuspor að færa Landsmót að Hólum
 
Jónína segir að æ ríkari kröfur séu gerðar til landsmótssvæða, þau þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði m.a. varðandi byggingar og margt fleira. Því hafi vart annað komið til greina en halda mótið á Hólum þar sem uppbygging mun nýtast til framtíðar. Nemar í hestafræðum við Háskólann á Hólum munu njóta góðs af, en á vegum skólans sé nánast eitthvað um að vera árið um kring. Nú á næstu dögum fara til að mynda fram inntökupróf vegna náms á næsta skólaári og þá verða námskeið og annað fræðslustarf í gangi fram á sumar. Skólinn nýtir svo svæðið frá því síðsumars og fram eftir vori.
 
„Þetta glæsilega mótssvæði mun því svo sannarlega verða í mikilli notkun, hingað kemur fólk til náms frá landinu öllu, auk þess sem fjöldi útlendinga sækir það einnig. Þetta eflir starf skólans og hestamennsku í Skagafirði líka,“ segja þau Jónína og Skapti.
 
Höfðu ekki allir trú á  að þetta tækist
 
„Þetta hefur verið mikið átak, en gengið snurðulaust fyrir sig. Þátttaka og velvilji sveitarfélagsins Skagafjarðar skiptir þar öllu máli, en stjórnendur og starfsmenn hafa staðið þétt við bakið á okkur allan framkvæmdatímann og stutt með ráðum og dáð. 
 
Það gerði kleift að ráðast í svo viðamikla uppbyggingu á skömmum tíma,“ segja þau. Þá megi ekki gleyma því að framkvæmdastjóri Landsmótsins, Áskell Heiðar Ásgeirsson, hafi lyft grettistaki á þessum stutta framkvæmdatíma.
 
Léttir að sjá fyrir endann á verkefninu
 
Vissulega fylgir því mikill léttir að nú sjái fyrir endann á verkefninu, framkvæmdir á lokastigi og mikil tilhlökkun ríkjandi vegna mótsins.  „Það höfðu ekki allir trú á að þetta tækist, en við höfum sannað að með sameiginlegu átaki, þar sem allir leggjast á árar, er hægt að áorka miklu á stuttum tíma.“
 
Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...