Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tíu milljónir til fjögurra verkefna
Mynd / HKr.
Fréttir 28. maí 2020

Tíu milljónir til fjögurra verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fjögur verkefni hljóta styrk úr Byggða­rann­sóknasjóði á þessu ári, en þau verk­efni sem fá styrk í ár snúast um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar, fasteigna­markað, kortlagningu örorku og verslun í dreifbýli.

Byggðarannsókna­sjóður er fjármagnaður af byggðaáætlun og með framlagi frá Byggðastofnun og  hefur þann tilgang að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Alls bárust sjóðnum 14 umsóknir, samtals að upphæð 38 milljónir króna. Til úthlutunar voru 10 milljónir.

Þekkingarnet Þingeyinga fékk 2,5 milljónir króna í styrk vegna verkefnis sem heitir Byltingar og byggðaþróun: hlutverk þekkingasetra í byggðaþróun fjórðu iðnbyltingarinnar. Markmið rann­sóknar­innar er að greina áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar í byggðum landsins og mögulegar leiðir til að nýta innviði þekkingarsetra til að mæta áskorunum og tækifærum byltingarinnar.

Fasteignaverð og barnafjölskyldur

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fengu 2 milljónir vegna verkefnis með heitinu Fasteignamarkaður og foreldrar um land allt: Getur hátt fasteignaverð fælt barnafjölskyldur af landsbyggðinni eða haldið þeim frá? Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvað hefur áhrif á búferlaflutninga fólks á barneignaraldri og að styrkja fyrri greiningu á þessum þáttum svo auðveldara sé að hanna íbúaþróunarlíkön fyrir sveitarfélög. Í þriðja lagi að auka skilning á þeim áhrifum sem mikil sókn utanbæjarmanna í íbúðir fjarri heimahögum þeirra kunna að hafa.

Þá fékk Rannsóknamiðstöð Há­skólans á Akureyri styrk að upphæð 2,5 milljónir króna vegna kortlagningar örorku á Norðurlandi eystra. Markmiðið með verkefninu er að kortleggja umfang og þróun örorku á Norðurlandi eystra í samhengi við þróun vinnumarkaðar og lýðfræðilegra þátta. Þá er markmið að unnt verði að nýta niðurstöður rannsóknar­innar í þágu þeirra sem vinna að atvinnuþróun, vinnumarkaðsúrræðum, mennta­mál­um endurhæfingu fólks á vinnumarkaði og byggðaþróun og að verkefnið stuðli að aukinni þekkingu.

Emil B. Karlsson hlaut 3 milljón króna styrk vegna verkefnis sem heitir Verslun í heima­byggð: greining á sóknarf­ærum dreifbýlisverslana. Mark­mið rannsóknarinnar er að leiða í ljós hverjar eru skilvirk­ustu stuðningsaðgerðir við litlar verslanir í dreifbýli. Niðurstöðum er jafnframt ætlað að sýna hvaða þættir í rekstri dreifbýlisverslana skipta mestu til að lifa af í samkeppni við stærri verslanakeðjur. 

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...