Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Álftir á túnum í Eyjafirði. Á síðustu fjórum árum hefur verið greitt fyrir tjón á 418,4 hektara landi, árið 2021 fyrir 138,9 ha en aðeins fyrir 47,6 ha í fyrra.
Álftir á túnum í Eyjafirði. Á síðustu fjórum árum hefur verið greitt fyrir tjón á 418,4 hektara landi, árið 2021 fyrir 138,9 ha en aðeins fyrir 47,6 ha í fyrra.
Mynd / sá
Fréttir 24. október 2023

Tillaga um veiðar fær ekki brautargengi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Árlega valda álftir, gæsir og helsingjar skaða á túnum og kornökrum bænda sem verða af uppskeru vegna þeirra.

Þeir hafa tækifæri til að sækja um styrki vegna tjónsins með því að skila tjónamati fyrir 20. október hvert ár í gegnum Afurð, stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins.

Á síðustu fjórum árum hefur verið greitt fyrir tjón á 418,4 hektara landi, samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu, en til að bændur fái greitt fyrir tjón þurfa þeir að skila inn tjónamati. Mikill munur er á milli ára en langminnst var greitt fyrir tjón í fyrra. Í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins frá árinu 2016 um tjón af völdum álfta og gæsa árin 2014 og 2015 kemur fram að margir bændur tilkynni ekki um tjón í ljósi þess að lítið hafi áunnist í þeirri viðleitni að fá tjón viðurkennt, bætt eða að þeir fái ný úrræði til að verjast tjóninu.

Fimm þingmenn lögðu í september fram tillögu til þingsályktunar um leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma. Þar er farið þess á leit að ráðherra útbúi tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða á fuglunum á kornökrum og túnum innan tiltekins tímaramma ár hvert. Leyfin yrðu þá veitt þeim svæðum þar sem þörf er talin á aðgerðum vegna verulegs ágangs fugla á tún og kornakra.

Þingsályktunartillagan er byggð á nær samhljóma tillögum sem voru lagðar fram á þremur síðustu löggjafarþingum. Í niðurlagi þingsályktunartillögunnar segir að flutningsmenn telji nauðsynlegt að setja markmið um stærð stofna álfta og gæsa. „Þá er mikilvægt að til verði skýr heimild og áætlun um veiðar á álft og gæs í því skyni að minnka tjón bænda, hvort sem hún felur í sér breytingar á lögum eða eftir atvikum reglugerðum þar að lútandi. Samhliða þessari aðgerð verði gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna.“

Í greinargerð tillögunnar kemur fram að álftin hafi verið friðuð frá árinu 1913 en álftastofninn hafi stækkað verulega. Um 1960 hafi stofninn talið 3-5 þúsund fugla en sé nú talinn um 34.000 fuglar. Einnig kemur fram að stofnstærð grágæsa sé kringum 60.000 fuglar, stofnstærð heiðagæsar sé í sögulegu hámarki og telji nú um 500.000 fugla og varpstofn helsingja hafi einnig fjölgað mikið og sé ekki á válista.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f