Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Miklir þurrkar ógna framleiðslu á vetrarhveiti. Ef ekki næst að sá á næstu vikum minnkar spírunarhlutfall verulega.
Miklir þurrkar ógna framleiðslu á vetrarhveiti. Ef ekki næst að sá á næstu vikum minnkar spírunarhlutfall verulega.
Mynd / Loren King
Fréttir 25. október 2022

Þurrkar ógna sáningu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Mikil þurrkatíð hefur verið á sunnanverðum hluta Sléttanna miklu í Bandaríkjunum.

Á þessu svæði, sem hefur verið kallað „brauðkarfa Bandaríkjanna“, stefnir í samdrátt í framleiðslu hveitis. Ef bændur vilja ná öruggri uppskeru á næsta ári er tíminn að renna út. Ekki er mælt með að sá vetrarhveiti eftir 15. nóvember þar sem óvíst er að plönturnar nái nægum þroska til að lifa af veturinn ef sáð er síðar. Tryggingafélög sem bæta uppskerubrest byrja einnig að skerða bætur ef sáð er eftir áðurnefnda dagsetningu. Reuters greinir frá.

Bandaríkin eru meðal fimm stærstu útflytjenda hveitis í heiminum. Þar í landi eru tveir þriðju alls ræktaðs hveitis af vetraryrkjum sem sáð er í byrjun vetrar. Því má gera fyrir miklum alþjóðlegum áhrifum af væntanlegum samdrætti í framleiðslu.

Í venjulegu árferði eru bændur yfirleitt búnir að sá öllu sínu vetrarkorni á þessum tíma. Þar sem tíminn er að renna út stefna sumir að því að setja fræið niður í þurran jarðveginn og vonast eftir regni. Þrátt fyrir að verð korns sé í hæstu hæðum eru bændur ragir við að leggja út í þann kostnað sem fylgir sáningunni þegar hún er svona ótrygg, enda eru áburður og útsæði dýrari en nokkru sinni.

Ef flögin standa auð og þurr yfir veturinn eykst hættan á jarðvegsfoki. Margir bændur þora því ekki öðru en að koma út fræinu og vonast til að spírunin verði komin af stað í tæka tíð. Samkvæmt veðurspám má gera ráð fyrir áframhaldandi þurrki fram í desember.

Ástæður þurrksins sem skekur svæðið núna er hið svokallaða La Niña, veðurfyrirbrigði sem kemur alla jafna upp á fimm ára fresti. Fyrirbærið hefur víðtæk alþjóleg áhrif og varir frá nokkrum mánuðum upp í örfá ár. La Niña kerfið sem er í gangi núna er á sínu þriðja ári.

Skylt efni: Þurrkar | utan úr heimi

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.