Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þróun bóluefnis á lokametrunum
Fréttir 18. júní 2019

Þróun bóluefnis á lokametrunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sumarexem í hrossum sem seld eru til útlanda er viðvarandi vandamál hjá íslenskum hestum. Exemið er þekkt víða en verst er það þar sem mikið er um mý. Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, segir að vinna við að þróa bóluefnið hafi staðið vel á annan áratug.

„Í dag fær um það bil annað hvert hross sem flutt er út sumarexem og getur það bæði verið vægt eða þá mjög slæmt. Exemið er misjafnt eftir svæðum og mest þar sem mikið er af mýi.“

Ofnæmisviðbrögð hrossa skoðuð

„Þróun bóluefnisins hefur meðal annars falist í því að skoða hvernig ofnæmisviðbrögð hrossa eru og koma fram og hvernig er hægt að láta þau svara áreitinu rétt og framkalla ekki áreiti í húð sem veldur kláða.

Sveinn segir að alveg eins og menn geti hross haft ofnæmi en önnur verið laus við það eða sýnt lítils háttar viðbrögð og unnið svo á þeim. „Í slæmum tilfellum klóra hrossin sig til blóðs og það myndast sár.“

Efnið prófað við raunverulegar aðstæður

„Bóluefnið sem nú á að prófa virðist draga úr kláðanum en endanleg niðurstaða færst ekki fyrr en búið er að prófa efnið á svæði þar sem flugurnar eru algengar.“

Sveinn segir að ef bóluefnið standi undir væntingum verði hross fædd á Íslandi jafnsett íslenskum hrossum sem fædd eru erlendis. „Reyndin er sú að exem er þekkt í öllum hestakynum en í dag fær helmingur hrossa sem flutt eru út exem en einungis 15% af íslenskum hestum sem fæddir eru erlendis.“

Aukin velferð hrossa

„Það er okkar von að bóluefnið eigi eftir að auka vellíðan íslenskra hrossa erlendis og um leið auka möguleikann á að selja íslensk hross til útlanda. Ég tel að við séum komin á alveg nýjan stað í baráttunni við sumarexem í hrossum og nú verður að prófa bóluefnið svo það öðlist endanlega viðurkenningu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, að lokum. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f