Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þróun bóluefnis á lokametrunum
Fréttir 18. júní 2019

Þróun bóluefnis á lokametrunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sumarexem í hrossum sem seld eru til útlanda er viðvarandi vandamál hjá íslenskum hestum. Exemið er þekkt víða en verst er það þar sem mikið er um mý. Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, segir að vinna við að þróa bóluefnið hafi staðið vel á annan áratug.

„Í dag fær um það bil annað hvert hross sem flutt er út sumarexem og getur það bæði verið vægt eða þá mjög slæmt. Exemið er misjafnt eftir svæðum og mest þar sem mikið er af mýi.“

Ofnæmisviðbrögð hrossa skoðuð

„Þróun bóluefnisins hefur meðal annars falist í því að skoða hvernig ofnæmisviðbrögð hrossa eru og koma fram og hvernig er hægt að láta þau svara áreitinu rétt og framkalla ekki áreiti í húð sem veldur kláða.

Sveinn segir að alveg eins og menn geti hross haft ofnæmi en önnur verið laus við það eða sýnt lítils háttar viðbrögð og unnið svo á þeim. „Í slæmum tilfellum klóra hrossin sig til blóðs og það myndast sár.“

Efnið prófað við raunverulegar aðstæður

„Bóluefnið sem nú á að prófa virðist draga úr kláðanum en endanleg niðurstaða færst ekki fyrr en búið er að prófa efnið á svæði þar sem flugurnar eru algengar.“

Sveinn segir að ef bóluefnið standi undir væntingum verði hross fædd á Íslandi jafnsett íslenskum hrossum sem fædd eru erlendis. „Reyndin er sú að exem er þekkt í öllum hestakynum en í dag fær helmingur hrossa sem flutt eru út exem en einungis 15% af íslenskum hestum sem fæddir eru erlendis.“

Aukin velferð hrossa

„Það er okkar von að bóluefnið eigi eftir að auka vellíðan íslenskra hrossa erlendis og um leið auka möguleikann á að selja íslensk hross til útlanda. Ég tel að við séum komin á alveg nýjan stað í baráttunni við sumarexem í hrossum og nú verður að prófa bóluefnið svo það öðlist endanlega viðurkenningu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, að lokum. 

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...