Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þriðja tilfellið af riðu
Fréttir 10. mars 2015

Þriðja tilfellið af riðu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Riðuveiki greindist í síðustu viku á búi í Skagafirði. Stutt er síðan riða greindist á nálægum bæ og rúmur mánuður frá því riða greindist á bæ á Vatnsnesi.

Bæirnir í Skagafirði eru í hinum forna Seyluhreppi sem er þekkt riðusvæði ásamt Sæmundarhlíð og hefur riða greinst nokkrum sinnum á þessu landsvæði undanfarin ár, síðast 2009. Nýtt tilfelli kemur því ekki á óvart. Ekki eru talin tengsl milli riðutilfellanna á Vatnsnesi og þeirra sem nú koma upp í Skagafirði.

Riða greinst á þremur búum
Á fáum vikum hefur riðuveiki greinst á þremur búum, einu á Vatnsnesi og tveimur í Skagafirði en fram að því hafði hefðbundin riða ekki greinst á landinu síðan árið 2010. Ekki eru talin faraldsfræðileg tengsl á milli tilvikanna á Vatnsnesi annars vegar og í Skagafirði hins vegar. Faraldsfræðileg tengsl gætu hins vegar verið á milli tilfellanna í Skagafirði því bæirnir eru á þekktu riðusvæði.

Aðgát bænda leiddi til greiningar
Leiða má að því líkum að fréttir af riðu hafi aukið aðgát bænda almennt og að þeir hafi orðið meðvitaðri um einkenni sjúkdómsins því bæði tilfellin í Skagafirði uppgötvuðust við grun bændanna sjálfra sem sáu einkenni í sínu fé.
 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.