Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þriðja tilfellið af riðu
Fréttir 10. mars 2015

Þriðja tilfellið af riðu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Riðuveiki greindist í síðustu viku á búi í Skagafirði. Stutt er síðan riða greindist á nálægum bæ og rúmur mánuður frá því riða greindist á bæ á Vatnsnesi.

Bæirnir í Skagafirði eru í hinum forna Seyluhreppi sem er þekkt riðusvæði ásamt Sæmundarhlíð og hefur riða greinst nokkrum sinnum á þessu landsvæði undanfarin ár, síðast 2009. Nýtt tilfelli kemur því ekki á óvart. Ekki eru talin tengsl milli riðutilfellanna á Vatnsnesi og þeirra sem nú koma upp í Skagafirði.

Riða greinst á þremur búum
Á fáum vikum hefur riðuveiki greinst á þremur búum, einu á Vatnsnesi og tveimur í Skagafirði en fram að því hafði hefðbundin riða ekki greinst á landinu síðan árið 2010. Ekki eru talin faraldsfræðileg tengsl á milli tilvikanna á Vatnsnesi annars vegar og í Skagafirði hins vegar. Faraldsfræðileg tengsl gætu hins vegar verið á milli tilfellanna í Skagafirði því bæirnir eru á þekktu riðusvæði.

Aðgát bænda leiddi til greiningar
Leiða má að því líkum að fréttir af riðu hafi aukið aðgát bænda almennt og að þeir hafi orðið meðvitaðri um einkenni sjúkdómsins því bæði tilfellin í Skagafirði uppgötvuðust við grun bændanna sjálfra sem sáu einkenni í sínu fé.
 

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...