Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þriðja tilfellið af riðu
Fréttir 10. mars 2015

Þriðja tilfellið af riðu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Riðuveiki greindist í síðustu viku á búi í Skagafirði. Stutt er síðan riða greindist á nálægum bæ og rúmur mánuður frá því riða greindist á bæ á Vatnsnesi.

Bæirnir í Skagafirði eru í hinum forna Seyluhreppi sem er þekkt riðusvæði ásamt Sæmundarhlíð og hefur riða greinst nokkrum sinnum á þessu landsvæði undanfarin ár, síðast 2009. Nýtt tilfelli kemur því ekki á óvart. Ekki eru talin tengsl milli riðutilfellanna á Vatnsnesi og þeirra sem nú koma upp í Skagafirði.

Riða greinst á þremur búum
Á fáum vikum hefur riðuveiki greinst á þremur búum, einu á Vatnsnesi og tveimur í Skagafirði en fram að því hafði hefðbundin riða ekki greinst á landinu síðan árið 2010. Ekki eru talin faraldsfræðileg tengsl á milli tilvikanna á Vatnsnesi annars vegar og í Skagafirði hins vegar. Faraldsfræðileg tengsl gætu hins vegar verið á milli tilfellanna í Skagafirði því bæirnir eru á þekktu riðusvæði.

Aðgát bænda leiddi til greiningar
Leiða má að því líkum að fréttir af riðu hafi aukið aðgát bænda almennt og að þeir hafi orðið meðvitaðri um einkenni sjúkdómsins því bæði tilfellin í Skagafirði uppgötvuðust við grun bændanna sjálfra sem sáu einkenni í sínu fé.
 

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.