Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Helga Gunnarsdóttir dýralæknir ómskoðar framfótasinar á hesti.
Helga Gunnarsdóttir dýralæknir ómskoðar framfótasinar á hesti.
Mynd / Auðunn
Fréttir 8. júlí 2021

Þjónusta dýralækna á landsbyggðinni í uppnámi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Dýralæknafélags Íslands sendi nýverið frá sér niðurstöðu könnunar sem félagið lét gera á líðan dýralækna í starfi. Samkvæmt könnuninni er andleg vanlíðan og streita meðal dýralækna algeng hér á landi. Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi.

Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. „Dýralæknar vinna margs konar og ólík störf og í ólíkum geirum. Þjónustudýralæknar í dreifðari byggðum landsins eru fáir og vaktsvæðin stór.“

Bændasamtök Íslands og Matvæla­­stofnun sendu fyrr á árinu bréf til menntamálaráðherra þar sem skortur á dýralæknum er tíundaður og óskað er eftir því að ráð­herra beiti sér fyrir aðgerðum til úrbóta.
Dýravelferð í húfi

Dæmi eru um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður. Það gerir að verkum að þjónustan verður ekki nógu góð út frá sjónarmiði dýravelferðar, þjónustu til bænda og álags á dýralækna, sem vakta stór svæði og eru mikið á vakt. Skilyrði eins og þessi eru ekki til að trekkja ungt fólk að og því sífellt erfiðara að fá fólk í þessar stöður.

Á sama tíma eru of mörg tilfelli um að það getur verið erfitt fyrir bændur að ná í dýralækni eða út frá dýravelferð getur biðin eftir þjónustu verið of löng.

Mannekla og þreyta

Í skýrslu sem Dýralæknafélag Íslands lét gera kemur fram að helstu ástæður aukins álags eru sagðar vera aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Framfarir í faginu hafa jafnframt aukið þjónustuframboð dýralækna til muna og krafan um aukna tæknivæðingu og endurmenntun verður sífellt háværari. Auk þess sem stóraukið gæludýrahald á landsvísu, óvægin umræða á samfélagsmiðlum, óraunhæfar kröfur viðskiptavina, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla eru meðal helstu orsakavalda.

Vilja skapa hvata til starfa

Í bréfi Bændasamtaka Íslands og Matvælastofnunar til mennta­mála­ráðherra segir meðal annars að í lögum um Menntasjóð námsmanna sé að finna heimild ráðherra til að veita tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heimildin er ætluð til þess að gefa ráðherra tækifæri til þess að bregðast við ástandi þar sem skortur er viðvarandi eða fyrirsjáanlegur á fólki með tiltekna menntun með því að skapa sérstakan hvata fyrir fólk til þess að sækja sér þá menntun eða til að starfa í tiltekinni starfsgrein.

– Sjá nánar á bls. 2 í Bændablaðinu

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...