Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þjóðlendumál á Austfjörðum
Fréttir 3. febrúar 2022

Þjóðlendumál á Austfjörðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á Austfjörðum, á svæði sem er við málsmeðferð nefndarinnar auðkennt sem svæði 11.

Nánari upplýsingar um kröfurnar, m.a. nákvæmari kort, er að finna á vefsíðu óbyggðanefndar:

Óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi, kynnir nú þessar kröfur ríkisins, í samræmi við ákvæði laga nr. 58/1998, til að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta svo að þeir geti látið sig málin varða og eftir atvikum lýst kröfum á móti.

Þeir sem telja til eignarréttinda á landsvæðum sem falla innan þjóðlendukröfusvæða íslenska ríkisins hafa nú frest til 6. maí 2022 til að lýsa kröfum fyrir óbyggðanefnd. Að því búnu verða heildarkröfur kynntar og óbyggðanefnd rannsakar málin sem felur m.a. í sér umfangsmikla gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu umræddra svæða úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur.

Nánari upplýsingar um málsmeðferð má finna á vefsíðu óbyggðanefndar:

Óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 í þeim tilgangi að rannsakað yrði hvaða svæði á landinu væru utan eignarlanda og þau yrðu úrskurðuð þjóðlendur. Hlutverk nefndarinnar er þríþætt samkvæmt þjóðlendulögum, nr. 58/1998, en samkvæmt lögunum skiptist allt land í annars vegar eignarlönd og hins vegar þjóðlendur:

  1. Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda.
  2. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur.
  3. Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna.

Við málsmeðferð óbyggðanefndar hefur landinu verið skipt í sautján svæði. Nefndin hefur lokið umfjöllun um fjórtán þeirra en málsmeðferð á tveimur svæðum stendur nú yfir, þ.e. í Ísafjarðarsýslum og á Austfjörðum. Umfjöllun um sautjánda svæðið, þ.e. eyjar og sker umhverfis landið, er ekki hafin.

Enn fremur hefur verið sett sérstök óbyggðanefnd til að annast málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga, sbr. upplýsingar á: https://obyggdanefnd.is/serstok/

Yfirlitskort um stöðu þjóðlendumála, úrskurði sem fallið hafa og ýmsar fleiri upplýsingar í tengslum við þá má finna á vefsíðu nefndarinnar: https://obyggdanefnd.is/urskurdir/

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...