Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þjóðlendumál á Austfjörðum
Fréttir 3. febrúar 2022

Þjóðlendumál á Austfjörðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á Austfjörðum, á svæði sem er við málsmeðferð nefndarinnar auðkennt sem svæði 11.

Nánari upplýsingar um kröfurnar, m.a. nákvæmari kort, er að finna á vefsíðu óbyggðanefndar:

Óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi, kynnir nú þessar kröfur ríkisins, í samræmi við ákvæði laga nr. 58/1998, til að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta svo að þeir geti látið sig málin varða og eftir atvikum lýst kröfum á móti.

Þeir sem telja til eignarréttinda á landsvæðum sem falla innan þjóðlendukröfusvæða íslenska ríkisins hafa nú frest til 6. maí 2022 til að lýsa kröfum fyrir óbyggðanefnd. Að því búnu verða heildarkröfur kynntar og óbyggðanefnd rannsakar málin sem felur m.a. í sér umfangsmikla gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu umræddra svæða úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur.

Nánari upplýsingar um málsmeðferð má finna á vefsíðu óbyggðanefndar:

Óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 í þeim tilgangi að rannsakað yrði hvaða svæði á landinu væru utan eignarlanda og þau yrðu úrskurðuð þjóðlendur. Hlutverk nefndarinnar er þríþætt samkvæmt þjóðlendulögum, nr. 58/1998, en samkvæmt lögunum skiptist allt land í annars vegar eignarlönd og hins vegar þjóðlendur:

  1. Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda.
  2. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur.
  3. Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna.

Við málsmeðferð óbyggðanefndar hefur landinu verið skipt í sautján svæði. Nefndin hefur lokið umfjöllun um fjórtán þeirra en málsmeðferð á tveimur svæðum stendur nú yfir, þ.e. í Ísafjarðarsýslum og á Austfjörðum. Umfjöllun um sautjánda svæðið, þ.e. eyjar og sker umhverfis landið, er ekki hafin.

Enn fremur hefur verið sett sérstök óbyggðanefnd til að annast málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga, sbr. upplýsingar á: https://obyggdanefnd.is/serstok/

Yfirlitskort um stöðu þjóðlendumála, úrskurði sem fallið hafa og ýmsar fleiri upplýsingar í tengslum við þá má finna á vefsíðu nefndarinnar: https://obyggdanefnd.is/urskurdir/

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...