Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þín aðild að Bændasamtökunum
Fréttir 15. febrúar 2017

Þín aðild að Bændasamtökunum

Seinni hluta febrúar munu BÍ senda greiðsluseðla með félagsgjöldum til allra félagsmanna. Til þess að lágmarka útsendingu á röngum félagsgjöldum er bændum ráðlagt að yfirfara sínar skráningar fyrir 20. febrúar.
 
Upplýsingar um félagsaðild félagsmanna Bændasamtaka Íslands eru aðgengilegar á Bændatorginu undir „félög/sambönd“ á upphafssíðunni. Hægt er að sjá hvaða einstaklingar með félagsaðild tengjast viðkomandi búrekstri/búsnúmeri, en áður voru þar upplýsingar um aðildarfélög umráðamanns búsins.
 
Grunngjald verður 42 þús. krónur
 
Grunngjald fyrir aðild að Bændasamtökunum er 42.000 kr. fyrir árið 2017. Því fylgir aðild með fullum félagslegum réttindum fyrir tvo einstaklinga sem standa saman að búrekstri. Til aðgreiningar kemur þetta fram í félagatali sem „BÍ – félagsgjald A“.
 
Ef fleiri en tveir einstaklingar standa fyrir búi greiðir hver félagsmaður umfram tvo að auki 12.000 kr. Til aðgreiningar er þessi leið skilgreind í félagatali sem „BÍ – félagsgjald B“.
 
Hafið samband fyrir 20. febrúar
 
Þeim vinsamlegu tilmælum er bent til félagsmanna að þeir yfirfari upplýsingarnar. Ef að breytinga er þörf og/eða ef einhverjar spurningar vakna þá má senda athugasemd í gegnum Bændatorgið (sjá neðst til hægri þegar komið er inn á upphafssíðu). Æskilegt er að þeir sem vilja breyta skráningu á félagsaðild hafi samband í síðasta lagi 20. febrúar nk. til að ná inn breytingum fyrir útsendingu reikninga. 
 
Ert þú með spurningar?
 
Fulltrúar í þjónustuveri BÍ munu svara fyrirspurnum í síma 563-0300 á skrifstofutíma. Þær Guðbjörg Jónsdóttir og Guðlaug Eyþórsdóttir svara fyrirspurnum um það sem snýr að félagsaðild en þær Jóhanna Lúðvíksdóttir og Sigríður Þorkelsdóttir sjá um innheimtumál. Netfang Bændasamtakanna er bondi@bondi.is.
 
Nánari upplýsingar um aðild og félagsgjöld BÍ er að finna á vef samtakanna, bondi.is.
 
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...