Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Þekkingargullkorn fyrir ræktendur
Fréttir 2. júní 2025

Þekkingargullkorn fyrir ræktendur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur gefið út nýjan leiðarvísi fyrir kornbændur sem ber heitið Gullkorn og miðar einkum þekkingu um ræktun vorbyggs.

Út er kominn leiðarvísirinn Gullbygg, ætlaður kornræktendum á Íslandi. Leiðarvísirinn er hluti samnings atvinnuvegaráðuneytisins og LbhÍ um sérhæfða ráðgjöf og þróunarvinnu í landbúnaði og er afrakstur margra ára rannsókna og reynslu af kornrækt. Honum er ætlað að styðja við sjálfbæra og hagkvæma kornrækt á Íslandi.

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) gefur út. Ritstjóri og höfundur meginhluta efnisins er Þóroddur Sveinsson, meðhöfundar að fjórum köflum eru þeir Haukur Þórðarson og Jóhannes Kristjánsson.

Leiðarvísirinn er fyrst og fremst miðaður að ræktun vorbyggs við íslenskar aðstæður en ætti, að sögn Þórodds, einnig að gagnast að stórum hluta fyrir aðrar korntegundir eins og hafra, hveiti eða rúg.

„Gullkorn byggir á samantekinni þekkingu úr íslenskum og erlendum rannsóknum og veitir hagnýtar leiðbeiningar um allt frá vali á yrkjum og jarðvinnslu til áburðargjafar, kornskurðar og lífrænnar kornræktar,“ segir hann. Einnig sé fjallað um áhrif veðurfars, jarðvegsgerða og næringarefnaskorts á uppskeru og kornþroska.

Í rafrænu útgáfu ritsins er hægt að opna hvern kafla fyrir sig og í sumum þeirra eru tenglar á myndbönd sem voru sérstaklega gerð fyrir leiðarvísinn ásamt myndböndum sem búfræðinemar við LbhÍ gerðu sem hluta af námi sínu. Alls eru myndböndin níu og stýrði Kristín Ólafsdóttir búfræðinemi mynd- og hljóðvinnslu þeirra.

Útgáfan er tileinkuð Jónatan Hermannssyni, brautryðjanda í kornrannsóknum á Íslandi. Ritið er opið og til afnota fyrir alla.

Skylt efni: kornrækt

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...