Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.
Mynd / Alþingi
Fréttir 14. mars 2023

Þátttaka innlendra framleiðenda á tollkvótum til skoðunar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tollkvótar og þátttaka afurðastöðva í kaupum á þeim voru til umræðu á þingfundi Alþingis mánudaginn 6. mars síðastliðinn.

Tilefnið var fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um lækkun tolla og gjalda á innfluttar matvörur.

Þorgerður Katrín spurði matvælaráðherra hvort hún hafi beitt sér fyrir lækkun tolla og gjalda á innfluttar matvörur til að berjast gegn verðbólgu. Enn fremur spurði hún hvort ráðherra ætlaði að kappkosta að breyta reglum um tolla og úthlutun tollkvóta sem geti leitt til lækkunar á matvöruverði.

Hún sagðist vilja að innlendum afurðastöðvum og vinnslustöðvum verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvótum.

„Við vitum það alveg, og ráðherra á að vita það, að þegar flett er upp hverjir eru eigendur LL42, Mata, þetta eru náttúrlega aðilar sem eru tengdir stærstu landbúnaðarframleiðslu hér á landi og þeir eiga ekkert að vera að bjóða í eða sækjast eftir tollkvótum með það eina að markmiði að halda þeim fjarri og halda verðinu uppi. Þannig eru íslenskir neytendur ekki að njóta góðs af þessari litlu glufu sem þó fæst með tollkvótunum.“

Í tilsvörum vék Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra að þátttöku innlendra framleiðenda á tollkvótum. „Það er ekki til að einfalda umræðu um tollvernd að þau fyrirtæki sem starfa í skjóli tollverndar séu þátttakendur í slíku. Bara svo það sé sagt.“

Hún sagði að matvælaráðuneytið væri með nýtingu á tollkvótum til skoðunar og nefndi að Samkeppniseftirlitið væri enn fremur með slík mál til skoðunar.

Verð hækkar meira í Evrópu

Í tilsvari benti matvælaráðherra einnig á að tollar á innfluttar matvörur væru litlir í samanburði við EFTA löndin. Hún vísaði í gögn Hagstofu Evrópusambandsins og sagði að verð á svínakjöti hefði hækkað um 18,4% á síðasta ári að meðaltali í Evrópu á meðan það hækkaði um 12% hér. Á sama tíma hefði verð á kjúklingi hækkað um 23,5% í Evrópu en 14,6% á Íslandi. Verð á drykkjarmjólk hækkaði um 31% í Evrópu en eingöngu um 8% hér.

„Ég er ekki að nefna þessar tölur til þess að sýna fram á það að við höfum algjörlega sambærilegar tölu í einhvers konar stöðugleikaumhverfi heldur til að sýna fram á það hvað þessar forsendur geta verið breytilegar í heimsfaraldri, í stríðsástandi o.s.frv. Þannig það eru ótvíræðir hagsmunir að skapa skilyrði fyrir öfluga matvælaframleiðslu á Íslandi.“

Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...