Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tekur aftur upp verðviðmið
Mynd / Oddur Gunnarsson
Fréttir 26. júlí 2023

Tekur aftur upp verðviðmið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Auðhumla mun aftur taka upp viðmið varðandi úrvalsmjólk og verðfellingar á grundvelli líftölumælinga frá og með 1. ágúst nk.

Í tilkynningu frá samvinnufélaginu er sagt að vel hafi verið fylgst með mælingum líftöluvélarinnar og að undanfarnar vikur hafi hún gengið mjög vel og mælingar verið stöðugar og án vandkvæða. Því muni félagið aftur miða við að greiða fyrir úrvalsmjólk og verðfella hrámjólk miðað við hefðbundin viðmið sem má nálgast á vefsíðu Auðhumlu.

Í mars sl. gaf félagið það út að vafi léki á réttmæti á niðurstöðum líftölumælinga og því notaði það ekki þær tölur til verðfellingar á hrámjólk frá 16. janúar sl. Á sama tíma var viðmiðunum vegna úrvalsmjólkur breytt tímabundið.

Frá 1. ágúst nk. mun Auðhumla miða við að greiða fyrir úrvalsmjólk sem er undir 20.000 ein/ml og verðfella hrámjólk miðað við hefðbundin viðmið, þ.e. hrámjólk sem fær hærri líftölugildi en 80.000 ein/ml falli í 2. flokk með 16% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur, hrámjólk sem fari yfir 200.000 ein/ml falli í 3. flokk með 36% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur og hrámjólk sem fer yfir 500.000 ein/ml falli í 4. flokk með 60% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur.

Skylt efni: Auðhumla

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...