Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tekur aftur upp verðviðmið
Mynd / Oddur Gunnarsson
Fréttir 26. júlí 2023

Tekur aftur upp verðviðmið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Auðhumla mun aftur taka upp viðmið varðandi úrvalsmjólk og verðfellingar á grundvelli líftölumælinga frá og með 1. ágúst nk.

Í tilkynningu frá samvinnufélaginu er sagt að vel hafi verið fylgst með mælingum líftöluvélarinnar og að undanfarnar vikur hafi hún gengið mjög vel og mælingar verið stöðugar og án vandkvæða. Því muni félagið aftur miða við að greiða fyrir úrvalsmjólk og verðfella hrámjólk miðað við hefðbundin viðmið sem má nálgast á vefsíðu Auðhumlu.

Í mars sl. gaf félagið það út að vafi léki á réttmæti á niðurstöðum líftölumælinga og því notaði það ekki þær tölur til verðfellingar á hrámjólk frá 16. janúar sl. Á sama tíma var viðmiðunum vegna úrvalsmjólkur breytt tímabundið.

Frá 1. ágúst nk. mun Auðhumla miða við að greiða fyrir úrvalsmjólk sem er undir 20.000 ein/ml og verðfella hrámjólk miðað við hefðbundin viðmið, þ.e. hrámjólk sem fær hærri líftölugildi en 80.000 ein/ml falli í 2. flokk með 16% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur, hrámjólk sem fari yfir 200.000 ein/ml falli í 3. flokk með 36% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur og hrámjólk sem fer yfir 500.000 ein/ml falli í 4. flokk með 60% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur.

Skylt efni: Auðhumla

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...