Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­dóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skipað stjórn Tækniseturs og stendur undirbúningur fyrir stofnun þess yfir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­dóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skipað stjórn Tækniseturs og stendur undirbúningur fyrir stofnun þess yfir.
Fréttir 8. júlí 2021

Tæknisetur komið á koppinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í kjölfar niðurlagningar Nýsköp­unar­­miðstöðvar Íslands og samkvæmt nýjum lögum um opin­beran stuðning við nýsköpun er kveðið á um nýtt Tæknisetur byggt á grunni efnis-, líf- og orkutækni, Rannsóknastofu bygg­ingar­iðnaðarins og frum­kvöðla­seturs Nýsköpunar­mið­stöðvar á sviði tæknigreina.

Tæknisetur verður rekið sem óhagnaðardrifið félag sem á ekki í samkeppni við einkafyrirtæki og stofnanir og verður alfarið í eigu ríkisins, þar sem ríkið leggur fram hluta af tækjabúnaði og eignum Nýsköpunarmiðstöðvar sem stofnframlag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mun leggja félaginu til árlegt fjárframlag gegnum þjónustusamninga.

Ráðherra skipar stjórn

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­dóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skipað stjórn Tækniseturs og stendur undirbúningur fyrir stofnun þess yfir.

Í tilkynningu vegna setursins er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu að með stofnun hins nýja tækniseturs rætist gamall draumur og tekið mikilvægt skref í átt að auknum og bættum stuðningi við íslenska hátæknisprota, auknu samstarfi um betri nýtingu tæknilegra innviða og aukinn stuðning við háskóla og atvinnulíf hvað varðar hagnýtar rannsóknir, þjónustumælingar og greiningar um allt land. Þetta auki einnig samtalið milli atvinnulífsins og háskólasamfélagsins.

Í stjórn Tæknisetursins sitja Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og frumkvöðull, sem er stjórnarformaður, Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði-og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Land­búnaðarháskóla Íslands og Þór Sigfús­son, forstjóri Sjávarklasans.

Varamenn eru þau Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri á Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands, og Alexander Jóhönnuson frumkvöðull.

Samstarf háskóla, atvinnulífs og ríkis

Viljayfirlýsing um Tæknisetrið var undirrituð á vormánuðum milli atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Þar lýsa þessir aðilar yfir vilja sínum til að leggja þann búnað sem stofnanirnar eiga hlut í með forvera Tækniseturs, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, inn í Tæknisetur.

Tæknisetrið verður jafnframt vettvangur fyrir byggingarannsóknir. Þær verða efldar með sérstökum framlögum í samráði við félagsmálaráðuneytið og unnið er að því að útgáfa fræðsluefnis um mannvirkjagerð flytjist á Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Framtíðarhúsnæði í Vatnsmýrinni

Starfsemin verður til húsa í Keldnaholti til að byrja með en stefnt er að því að flytja starfsemina í Vatnsmýrina innan tveggja ára og taka þannig þátt í uppbyggingu svæðisins sem kjarna vísinda- og nýsköpunarstarfs á Íslandi.

Samþjöppun tengdrar starfsemi háskóla, frumkvöðlastarfsemi og atvinnulífs er þekkt víða um heim og er þá gjarnan vísir að enn frekara samstarfi. Aukin nálægð fyrirtækja og stofnana er til þess fallin að auka aðgengi og tengslamyndun með þekkingarsköpun og virðisauka að leiðarljósi.

Alþjóðlegt samstarf

Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að Tæknisetrið taki þátt í öflugu alþjóðlegu samstarfi á sviði tæknigreina.
Svafa Grönfeldt, pró­fessor við Massachusetts Institute of Technology í Boston, verður Tæknisetri til ráðgjafar um alþjóðlegt samstarf og Tækni­setrið mun gerast aðili að samstarfssamningi sem nú er í gildi milli Industrial Liason Program hjá MIT, íslensks atvinnulífs og Háskólans í Reykjavík. Samningurinn felur í sér að Tæknisetur hafi aðgengi að sérfræðiþekkingu innan MIT, ýmist gegnum bein samskipti eða í gegnum sérstaka viðburði á þeirra vegum.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...