Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rúnar Birgi Gíslason.
Rúnar Birgi Gíslason.
Fréttir 20. júní 2016

Tæknin er nýtt til hins ítrasta á Landsmóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Það er að mörgu að hyggja fyrir tæknistjóra Landsmóts, Rúnar Birgi Gíslason. Því þó að Landsmótið snúist að mestu um hesta og mannfagnað þá þarf að leggja margar snúrur og marga kapla til að sinna öllum þeim kröfum sem gestir og keppendur gera.

Rúnar segir starf sitt að mestu fólgið í því að skipuleggja aðkomu mismunandi tæknimanna.
Vel þurfi að passa upp á hljóðflæði á svæðinu og að hljóðið heyrist vel í áhorfendabrekkum en trufli ekki hestana.

Upptaka fyrir sjónvarp fer fram á báðum völlum alla keppnisdagana og sitja menn í myndstjórn við að setja kynningar og upplýsingar ofan á myndina sem birtist á risaskjá við aðalvöllinn. Myndin fer einnig í OZ-appið þar sem fólk getur horft á mótið meðan á því stendur og jafnvel eftir á, gegn greiðslu og til WorldFengs þar sem hægt er að kaupa sérstaka myndbandaáskrift.

Kynningar og upplýsingar sem birtast á skjám og í sjónvarpi eru allar sóttar rafrænt  og þær flæða líka áfram inn í landsmótsappið þannig að allir eiga að geta séð rauntíma rásröð og stöðu hvar sem þeir eru.
Til að allt þetta geti flætt milli staða á þeim hraða sem fólk vill þarf öflugar lagnir og hefur því verið lagður ljósleiðari milli allra helstu punkta svæðisins.Mikil vinna liggur að baki hönnun og stjórnun tæknimála á mótinu.
 

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara