Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sindri Sigurgeirsson, fv. formaður Bændasamtaka Íslands, og Kristján Þór Júlíusson, fyrrum ráðherra landbúnaðamála, tókust á í mjöltum á landbúnaðarsýningunni árið 2018.
Sindri Sigurgeirsson, fv. formaður Bændasamtaka Íslands, og Kristján Þór Júlíusson, fyrrum ráðherra landbúnaðamála, tókust á í mjöltum á landbúnaðarsýningunni árið 2018.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 29. ágúst 2022

Sýningarsvæðið nánast uppbókað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stórsýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöllinni dagana 14.–16. október nk. Að sögn framkvæmdastjóra sýningarinnar er markmiðið að kynna íslenskan landbúnað og leiða saman fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í atvinnugreininni.

Ólafur M. Jóhannesson er framkvæmdastjóri sýningarinnar.

Ólafur M. Jóhannesson hjá sýningarfyrirtækinu Ritsýn sf. er framkvæmdastjóri sýningarinnar.

„Sýningin er nánast uppseld og það er greinilegt að það er mikill þróttur í íslenskum landbúnaði. Fjölbreytni landbúnaðarins er afar mikil og gróska og nýsköpun. Sýningin mun endurspegla þessa miklu grósku og þá má ekki gleyma því að á óróa- og stríðstímum verður landbúnaður á heimagrund stöðugt mikilvægara öryggistæki. Við erum líka í mjög góðri samvinnu við Bændasamtök Íslands sem munu bjóða félagsmönnum sínum á sýninguna. Einnig bjóðum við sýningarfyrirtækjunum eins marga boðsmiða og hentar sem er mjög vinsælt og dregur viðskiptavini að sýningunni.“

Ólafur segir að á sýningunni verði íslenskar landbúnaðarafurðir kynntar auk þeirrar tækni sem nú er til staðar í íslenskum búskap.

„Það er engin spurning að landbúnaðarsýningin mun lyfta íslenskum landbúnaði og ljóst að stefnir í sannkallaða stórsýningu í haust. Seinasta sýning var haldin 2018 og sló hún öll aðsóknarmet í Laugardalshöllinni. Þá komu margir bændur að máli við mig og þökkuðu fyrir sig. Þetta var einstaklega eftirminnilegt og man ég sérstaklega eftir einum gildum bónda að norðan sem sagði að gott væri að fá að sýna hvað býr í íslenskum landbúnaði því nóg væri um úrtölumenn. Slík ummæli eru sannarlega gleðiefni og við göngum bjartsýn til stórsýningarinnar,“ segir Ólafur. Örfá sýningarpláss eru eftir og geta þeir sem hafa áhuga á að skoða mögulega kynningu á fyrirtæki sínu haft samband við Ólaf framkvæmdastjóra í síma 698-8150 eða gegnum netfangið olafur@ ritsyn.is eða Ingu markaðsstjóra í s. 898-8022 en hún er með netfangið inga@ritform.is.

Blaðauki með Bændablaðinu

Í tilefni stórsýningarinnar mun Bændablaðið gefa út blaðauka með útgáfu blaðsins 6. október nk. sem þjóna mun sem sýningarskrá Íslensks landbúnaðar.

Fyrirtækjum sem eru með bása á sýningunni býðst að vera með kynningu í blaðaukanum þar sem þau geta komið þjónustu sinni og vörum á framfæri. Sýnendum er bent á að hafa samband við Þórdísi Unu Gunnarsdóttur auglýsingastjóra gegnum netfangið thordis@bondi.is vegna kynninganna.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.