Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Staphylococcus aureus.
Staphylococcus aureus.
Fréttir 18. febrúar 2016

Sýklalyfjaþolin baktería sem getur borist milli manna og dýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá árinu 2013 hefur Matvælastofnun látið mæla sýklalyfjaþol baktería sem geta borist milli manna og dýra. Mælingar undanfarinna þriggja ára sýna að tilvist þessara baktería með þol gegn einu eða fleiri sýklalyfjum er frekar lág hér á landi.

Á heimsíðu Mast segir að brýn þörf sé á að halda mælingum áfram til að fá heildarmynd af stöðunni hérlendis, en lyfjaþol baktería er ein helsta heilbrigðisógn nútímans.

Súna er sjúkdómur sem berst milli manna og dýra og tilteknar bakteríur eru súnuvaldar. Rannsóknir hafa sýnt að súnuvaldandi bakteríur geta borið með sér erfðaefni sem veitir þeim þol gegn sýklalyfjum og að þessar lyfjaþolnu bakteríur geti borist milli dýra og manna. Erlendar mælingar sýna að þol baktería gegn sýklalyfjum er stöðugt að aukast í heiminum. Ábyrg og rétt notkun sýklalyfja, hvort heldur er í dýrum eða mönnum, er grundvallaratriði til að sporna gegn aukningu á sýklalyfjaþoli baktería.

Mikilvægt er að vakta lyfjaþol í bakteríum með sambærilegum hætti og er gert í nágrannalöndunum, þannig nást samanburðarhæfar niðurstöður. Matvælastofnun tekur sýni á grundvelli reglugerðar nr. 1048/2011 um vöktun súna, sjúkdóma sem smitast á milli manna og dýra, og súnuvalda auk þess sem stofnunin styðst við ákvörðun Evrópusambandsins (2013/652/EB) um vöktun á lyfjaþoli, en ákvörðunin er þó enn ekki innleidd hér á landi.

Árin 2013 og 2014 var sýklalyfjaþol mælt í kampýlóbakterstofnum sem greindust í kjúklingum og árin 2014 og 2015 var sýklalyfjaþol mælt í salmonellustofnum í dýrum og fóðri. Til viðbótar var árið 2014 mælt, hvort eðlileg bakteríuflóra (E. coli) í meltingarfærum kjúklinga bæri með sér erfðaefni sem veitir bakteríunni þol gegn sýklalyfinu „cephalosporin“ en slíkar bakteríur kallast ESBL og/eða AmpC myndandi E. coli. Sama ár var einnig leitað að Methicillin ónæmum Staphylococcus aureus (MÓSA) í svínum vegna þess að þessar bakteríur eru að breiðast hratt út í svínaeldi erlendis.

Helstu niðurstöður mælinganna hér á landi eru að kampýlóbakterstofnarnir í kjúklingaeldi hafa flestir verið næmir fyrir öllum sýklalyfjum sem mæld voru, en sýnin voru öll tekin úr innlendri framleiðslu. Árið 2013 var einn stofn með þol fyrir einu sýklalyfi (6% stofna) og árið 2014 var einn stofn með þol fyrir tveimur sýklalyfjum (4% stofna).

Árið 2014 sýndu 44% af salmonellustofnum úr alifuglum og 55% af stofnum úr svínum af innlendum uppruna þol gegn einu sýklalyfi en einn stofn úr nautakjöti af erlendum uppruna var með þol gegn tveimur sýklalyfjum. Árið 2015 mældist þol mun lægra en árið 2014 en einungis einn stofn úr alifuglum var með þol gegn einu sýklalyfi (4%), en einn stofn úr svínum (17%) var fjölónæmur.
ESBL og/eða AmpC myndandi E. coli fundust í samtals 6,2% botnlangasýna úr kjúklingum og 8,3% sýna úr afurðum kjúklinga árið 2014.

Við skimun á MÓSA kom í ljós að þessar fjölónæmu bakteríur fundust ekki í þeim 24 svínastofnum sem leitað var í.
 

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...