Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Smithætta er talin vera mikil þar sem mávar eru í ætisleit. Skítur úr þeim getur lent nánast hvar sem er.
Smithætta er talin vera mikil þar sem mávar eru í ætisleit. Skítur úr þeim getur lent nánast hvar sem er.
Fréttir 11. júlí 2019

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í mávum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á mávum í Ástralíu sýna að meira en 20% silfurmáva í álfunni er sýktur með sýklalyfjaónæmum E. coli bakteríum. Hætta er talin á að sýkingin geti borist úr fuglunum í menn, búfé og gæludýr.

Hlutfall silfurmáva, Larus novaehollandiae, sem reyndust vera sýktir með sýklalyfjaónæmum E. coli bakteríum sem eru hættulegar mönnum reyndist vera það sama alls staðar í Ástralíu. Í einum fugli fundust bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfinu colistin sem einungis er notað þegar engin önnur sýklalyf duga. Talið er að fuglarnir hafi sýkst við fæðuleit á ruslahaugum eða við útrennsli skólplagna.

Smithætta vegna fuglanna er talin vera mikil þar sem mávar eru mikið á ferðinni í ætisleit og getur skítur úr þeim lent nánast hvar sem er. Ungbörn eru sögð vera í talsverðri hættu á sýkingu vegna þess að þau eru forvitin og gjörn á að stinga fingrunum upp í sig.

Rétt er að halda því til haga að fuglar með sýklalyfjaónæmar bakteríur í görnunum hafa áður fundist í Portúgal, Frakklandi, Rússlandi, Grikklandi, Síberíu og Alaska svo dæmi séu nefnd. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...