Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ólga er meðal rússneskra svínabænda vegna pestarinnar.
Ólga er meðal rússneskra svínabænda vegna pestarinnar.
Mynd / Kimberly Lake
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. Nærri 6.000 svínum var fargað í kjölfarið.

Nærri 80 tilfelli hafa greinst af afrísku svínaflensunni í Rússlandi það sem af er ári. Flest tilfellin voru í villtum gripum og hjá smábændum. Í lok sumars greindist svínaflensa á svínabúinu Shuvalovo í Kostroma héraði í Rússlandi. Það er fyrsta tilfellið sem greinist á svínabúi á iðnaðarskala og hafa minnst þrjú bú þurft að skera niður af þeim sökum. Pig Progress greinir frá.

Þrátt fyrir að verksmiðjubú sem þessi séu betur varin en smábú og villtir gripir, þá er svínaflensan sérstaklega skæð í lok sumars og byrjun hausts og erfitt að verjast henni. Shuvalovo svínabúið er það stærsta í héraðinu með 75.000 sláturgripi á ári hverju.

Þrátt fyrir að framleiðsla og vinnsla hafi verið stöðvuð á búinu verða áhrifin á rússneska svínakjötsmarkaðinn óveruleg vegna viðvarandi offramboðs.

Yuri Kovalev, formaður Sambands rússneskra svínakjötsframleiðenda, segir ólgu innan sinna raða vegna ágangs afrískrar svínaflensu, en tekur jafnframt fram að þeir séu með stjórn á ástandinu sem stendur.

Skylt efni: svínaflensa

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...