Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ólga er meðal rússneskra svínabænda vegna pestarinnar.
Ólga er meðal rússneskra svínabænda vegna pestarinnar.
Mynd / Kimberly Lake
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. Nærri 6.000 svínum var fargað í kjölfarið.

Nærri 80 tilfelli hafa greinst af afrísku svínaflensunni í Rússlandi það sem af er ári. Flest tilfellin voru í villtum gripum og hjá smábændum. Í lok sumars greindist svínaflensa á svínabúinu Shuvalovo í Kostroma héraði í Rússlandi. Það er fyrsta tilfellið sem greinist á svínabúi á iðnaðarskala og hafa minnst þrjú bú þurft að skera niður af þeim sökum. Pig Progress greinir frá.

Þrátt fyrir að verksmiðjubú sem þessi séu betur varin en smábú og villtir gripir, þá er svínaflensan sérstaklega skæð í lok sumars og byrjun hausts og erfitt að verjast henni. Shuvalovo svínabúið er það stærsta í héraðinu með 75.000 sláturgripi á ári hverju.

Þrátt fyrir að framleiðsla og vinnsla hafi verið stöðvuð á búinu verða áhrifin á rússneska svínakjötsmarkaðinn óveruleg vegna viðvarandi offramboðs.

Yuri Kovalev, formaður Sambands rússneskra svínakjötsframleiðenda, segir ólgu innan sinna raða vegna ágangs afrískrar svínaflensu, en tekur jafnframt fram að þeir séu með stjórn á ástandinu sem stendur.

Skylt efni: svínaflensa

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...