Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ingvi Stefánsson er formaður búgreinadeildar svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands.
Ingvi Stefánsson er formaður búgreinadeildar svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. mars 2022

Svínabændur ályktuðu um mikilvægi þess að auka kornbirgðir í landinu

Höfundur: smh

Deild svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands hélt sitt Búgreinaþing með fjarfundar­fyrirkomulagi 15. mars. Ingvi Stefánsson var kjörinn formaður og með honum í stjórn er Geir Gunnar Geirsson varaformaður og varamenn í stjórn eru Björgvin Þór Harðarson og Guðbrandur Brynjúlfsson. Á þinginu var ályktað um mikilvægi þess að auka kornbirgðirnar í landinu.

Þeir Ingvi og Geir Gunnar verða jafnframt fulltrúar á Búnaðarþingi fyrir deildina, sem haldið verður 31. mars og 1. apríl.

Halda átti þing svínabænda með öðrum búgreinadeildum Bændasamtaka Íslands á Hótel Natura 3. mars, en vegna veikinda í þeirra röðum varð að fresta því.

Auka þarf kornbirgðir

Ein tillaga var samþykkt á þinginu, sem verður lögð fyrir Búnaðarþing, sem snýr að mikilvægi þess að auka kornbirgðir í landinu. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á Íslandi sé hverju sinni að lágmarki sex mánaða birgðir af korni til fóðurframleiðslu og manneldis. „Jafnframt verði stuðlað að aukinni kornrækt á landinu með það að markmiði að styrkja fæðuöryggi. Horft verði til samlegðar sem hlýst af því að koma upp birgðageymslum og móttökustöðvum fyrir innlenda kornframleiðslu,“ segir í tillögunni.

Í greinargerð með henni er bent á skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands sem var gefin út á síðasta ári undir heitinu Fæðuöryggi á Íslandi. „Skýrsluhöfundar kortleggja þar vel hversu mikilvægt er að huga að auknu fæðuöryggi þjóðarinnar. Frá því að skýrslan var gefin út hefur skapast mjög mikil óvissa hvað varðar öll aðföng í íslenskum landbúnaði vegna stríðsreksturs í Úkraínu.

Hækkanir á allri hrávöru og þ.m.t. korni hafa orðið gríðarlegar á einungis örfáum vikum. Þá kom það vel í ljós hversu berskjaldaður íslenskur landbúnaður var í efnahagshruninu árið 2008 þar sem litlu mátti muna að ekki væri hægt að flytja inn korn til landsins vegna efnahagsástandsins sem þá kom upp.

Ein sviðsmyndin sem getur komið upp á yfirstandandi ári hlýtur að vera sú að ekki fáist keypt korn til landsins. Við þeirri stöðu er nauðsynlegt að bregðast hið allra fyrsta.“

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.