Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ingvi Stefánsson er formaður búgreinadeildar svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands.
Ingvi Stefánsson er formaður búgreinadeildar svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. mars 2022

Svínabændur ályktuðu um mikilvægi þess að auka kornbirgðir í landinu

Höfundur: smh

Deild svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands hélt sitt Búgreinaþing með fjarfundar­fyrirkomulagi 15. mars. Ingvi Stefánsson var kjörinn formaður og með honum í stjórn er Geir Gunnar Geirsson varaformaður og varamenn í stjórn eru Björgvin Þór Harðarson og Guðbrandur Brynjúlfsson. Á þinginu var ályktað um mikilvægi þess að auka kornbirgðirnar í landinu.

Þeir Ingvi og Geir Gunnar verða jafnframt fulltrúar á Búnaðarþingi fyrir deildina, sem haldið verður 31. mars og 1. apríl.

Halda átti þing svínabænda með öðrum búgreinadeildum Bændasamtaka Íslands á Hótel Natura 3. mars, en vegna veikinda í þeirra röðum varð að fresta því.

Auka þarf kornbirgðir

Ein tillaga var samþykkt á þinginu, sem verður lögð fyrir Búnaðarþing, sem snýr að mikilvægi þess að auka kornbirgðir í landinu. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á Íslandi sé hverju sinni að lágmarki sex mánaða birgðir af korni til fóðurframleiðslu og manneldis. „Jafnframt verði stuðlað að aukinni kornrækt á landinu með það að markmiði að styrkja fæðuöryggi. Horft verði til samlegðar sem hlýst af því að koma upp birgðageymslum og móttökustöðvum fyrir innlenda kornframleiðslu,“ segir í tillögunni.

Í greinargerð með henni er bent á skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands sem var gefin út á síðasta ári undir heitinu Fæðuöryggi á Íslandi. „Skýrsluhöfundar kortleggja þar vel hversu mikilvægt er að huga að auknu fæðuöryggi þjóðarinnar. Frá því að skýrslan var gefin út hefur skapast mjög mikil óvissa hvað varðar öll aðföng í íslenskum landbúnaði vegna stríðsreksturs í Úkraínu.

Hækkanir á allri hrávöru og þ.m.t. korni hafa orðið gríðarlegar á einungis örfáum vikum. Þá kom það vel í ljós hversu berskjaldaður íslenskur landbúnaður var í efnahagshruninu árið 2008 þar sem litlu mátti muna að ekki væri hægt að flytja inn korn til landsins vegna efnahagsástandsins sem þá kom upp.

Ein sviðsmyndin sem getur komið upp á yfirstandandi ári hlýtur að vera sú að ekki fáist keypt korn til landsins. Við þeirri stöðu er nauðsynlegt að bregðast hið allra fyrsta.“

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...