Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ingvi Stefánsson er formaður búgreinadeildar svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands.
Ingvi Stefánsson er formaður búgreinadeildar svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. mars 2022

Svínabændur ályktuðu um mikilvægi þess að auka kornbirgðir í landinu

Höfundur: smh

Deild svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands hélt sitt Búgreinaþing með fjarfundar­fyrirkomulagi 15. mars. Ingvi Stefánsson var kjörinn formaður og með honum í stjórn er Geir Gunnar Geirsson varaformaður og varamenn í stjórn eru Björgvin Þór Harðarson og Guðbrandur Brynjúlfsson. Á þinginu var ályktað um mikilvægi þess að auka kornbirgðirnar í landinu.

Þeir Ingvi og Geir Gunnar verða jafnframt fulltrúar á Búnaðarþingi fyrir deildina, sem haldið verður 31. mars og 1. apríl.

Halda átti þing svínabænda með öðrum búgreinadeildum Bændasamtaka Íslands á Hótel Natura 3. mars, en vegna veikinda í þeirra röðum varð að fresta því.

Auka þarf kornbirgðir

Ein tillaga var samþykkt á þinginu, sem verður lögð fyrir Búnaðarþing, sem snýr að mikilvægi þess að auka kornbirgðir í landinu. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á Íslandi sé hverju sinni að lágmarki sex mánaða birgðir af korni til fóðurframleiðslu og manneldis. „Jafnframt verði stuðlað að aukinni kornrækt á landinu með það að markmiði að styrkja fæðuöryggi. Horft verði til samlegðar sem hlýst af því að koma upp birgðageymslum og móttökustöðvum fyrir innlenda kornframleiðslu,“ segir í tillögunni.

Í greinargerð með henni er bent á skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands sem var gefin út á síðasta ári undir heitinu Fæðuöryggi á Íslandi. „Skýrsluhöfundar kortleggja þar vel hversu mikilvægt er að huga að auknu fæðuöryggi þjóðarinnar. Frá því að skýrslan var gefin út hefur skapast mjög mikil óvissa hvað varðar öll aðföng í íslenskum landbúnaði vegna stríðsreksturs í Úkraínu.

Hækkanir á allri hrávöru og þ.m.t. korni hafa orðið gríðarlegar á einungis örfáum vikum. Þá kom það vel í ljós hversu berskjaldaður íslenskur landbúnaður var í efnahagshruninu árið 2008 þar sem litlu mátti muna að ekki væri hægt að flytja inn korn til landsins vegna efnahagsástandsins sem þá kom upp.

Ein sviðsmyndin sem getur komið upp á yfirstandandi ári hlýtur að vera sú að ekki fáist keypt korn til landsins. Við þeirri stöðu er nauðsynlegt að bregðast hið allra fyrsta.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...