Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Sunnlendingar vilja höfuðstöðvar  Landsvirkjunar til sín
Fréttir 28. júlí 2023

Sunnlendingar vilja höfuðstöðvar Landsvirkjunar til sín

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landsvirkjun leitar nú að nýjum höfuðstöðvum eftir að mygla greindist í skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins.

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) vill að höfuðstöðvarnar verði fluttar á Suðurland. „Stór hluti raforkuframleiðslu landsins fer fram á Suðurlandi og er það ein af niðurstöðum orkunýtingarstefnu sveitarfélaga á starfssvæði SASS 2017-2030 að eðlilegt sé að höfuðstöðvar Landsvirkjunar séu staðsettar þar sem orkuframleiðslan fer fram. Í ljósi þeirrar aðstöðu sem Landsvirkjun er í vegna myglu í höfuðstöðvunum þykir stjórninni ástæða til að vekja athygli fyrirtækisins á þeim augljósa kosti að nýta tækifærið og byggja upp nýjar höfuðstöðvar á Suðurlandi,“ segir Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður stjórnar SASS.

Flutningur Landsvirkjunar myndi efla atvinnulíf á Suðurlandi og skapa tekjur fyrir sveitarfélagið þar sem uppbyggingin ætti sér stað. Eftirsóknarverð störf myndu flytjast inn á svæðið, auk þess sem starfsemin yrði meira í tengslum við uppsprettu orkunnar.

„Ég er bjartsýn á að stjórn og forsvarsmenn Landsvirkjunar sjái þá möguleika sem felast í frekari uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins á Suðurlandi. Mikil gróska og uppbygging hefur átt sér stað í landshlutanum á síðustu árum sem gerir það að enn betri kosti bæði til reksturs og búsetu. Þetta yrðu um 180 störf ef öll starfsemin flytti en samkvæmt auglýsingu Landsvirkjunar þurfa nýjar höfuðstöðvar að vera um 5–6 þúsund fermetrar á 2–4 hæðum og þær þurfa að geta mætt breytilegum þörfum fyrirtækisins til lengri og skemmri tíma,“ segir Ásgerður.

Bjóða Hellu fram

Byggðaráð Rangárþings ytra hefur samþykkt að beina því til stjórnar Landsvirkjunar að skoðað verði að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði fluttar á Hellu að hluta eða öllu leyti. Fyrirtækið sé í eigu þjóðarinnar allrar og það eigi ekki að vera náttúrulögmál að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu í Reykjavík.

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...