Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sunnlendingar vilja höfuðstöðvar  Landsvirkjunar til sín
Fréttir 28. júlí 2023

Sunnlendingar vilja höfuðstöðvar Landsvirkjunar til sín

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landsvirkjun leitar nú að nýjum höfuðstöðvum eftir að mygla greindist í skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins.

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) vill að höfuðstöðvarnar verði fluttar á Suðurland. „Stór hluti raforkuframleiðslu landsins fer fram á Suðurlandi og er það ein af niðurstöðum orkunýtingarstefnu sveitarfélaga á starfssvæði SASS 2017-2030 að eðlilegt sé að höfuðstöðvar Landsvirkjunar séu staðsettar þar sem orkuframleiðslan fer fram. Í ljósi þeirrar aðstöðu sem Landsvirkjun er í vegna myglu í höfuðstöðvunum þykir stjórninni ástæða til að vekja athygli fyrirtækisins á þeim augljósa kosti að nýta tækifærið og byggja upp nýjar höfuðstöðvar á Suðurlandi,“ segir Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður stjórnar SASS.

Flutningur Landsvirkjunar myndi efla atvinnulíf á Suðurlandi og skapa tekjur fyrir sveitarfélagið þar sem uppbyggingin ætti sér stað. Eftirsóknarverð störf myndu flytjast inn á svæðið, auk þess sem starfsemin yrði meira í tengslum við uppsprettu orkunnar.

„Ég er bjartsýn á að stjórn og forsvarsmenn Landsvirkjunar sjái þá möguleika sem felast í frekari uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins á Suðurlandi. Mikil gróska og uppbygging hefur átt sér stað í landshlutanum á síðustu árum sem gerir það að enn betri kosti bæði til reksturs og búsetu. Þetta yrðu um 180 störf ef öll starfsemin flytti en samkvæmt auglýsingu Landsvirkjunar þurfa nýjar höfuðstöðvar að vera um 5–6 þúsund fermetrar á 2–4 hæðum og þær þurfa að geta mætt breytilegum þörfum fyrirtækisins til lengri og skemmri tíma,“ segir Ásgerður.

Bjóða Hellu fram

Byggðaráð Rangárþings ytra hefur samþykkt að beina því til stjórnar Landsvirkjunar að skoðað verði að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði fluttar á Hellu að hluta eða öllu leyti. Fyrirtækið sé í eigu þjóðarinnar allrar og það eigi ekki að vera náttúrulögmál að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu í Reykjavík.

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...