Súlur 2025 komnar út
Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur verið gefið út frá stofnun félagsins árið 1971.
Ýmsar áhugaverðar greinar má finna í nýjasta hefti tímaritsins; fjallað er um skipið Tý SK-33 á Síldarminjasafninu á Siglufirði, Covid og Akureyri og jarðarför KA-mannsins Gunnars Jakobssonar.
Einnig eru tvær merkar konur að norðan til umfjöllunar í blaðinu, frumkvöðullinn Jóninna Sigurðardóttir og Elísabet Geirmundsdóttir, listakonan í fjörunni.