Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Styttist í nýja búvörusamninga
Fréttir 23. desember 2015

Styttist í nýja búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður um nýja búvörusamninga eru langt komnar og að sögn formanns Bændasamtaka Íslands á hann von á að þeim ljúki fyrir áramót eða snemma á næsta ári.

„Samningahópur bænda hefur sest niður eftir fundarferð um landið og farið yfir það helsta sem þar kom fram þar. Í framhaldi af því hefur svo farið fram vinna við samningana og talsverður tími farið í að finna leiðir til að bregðast við þeim áhyggjum sem fram komu,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Mjólkurframleiðendur áhyggjufullir

Sindri segir að mjólkurframleiðendur hafi margir hverjir lýst áhyggjum sínum á að ekki verði hægt að stýra framleiðslunni eftir að hún verður gefin frjáls og að verð komi til með að falla vegna offramleiðslu.
„Við erum að finna flöt á því máli og með ákveðið upplegg sem við erum að ræða við samninganefnd ríkisins.“

Vantraust í garð stofnana

„Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjár­bændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“

Sjálfbær landnýting er sóknarfæri

Sindri segir að ekki standi til að gefa neitt eftir varðandi sjálfbæra landnýtingu í sauðfjárrækt.
„Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“

Lýkur snemma á næsta ári

„Garðyrkjusamningurinn er svo til tilbúinn og bara eftir að ganga frá einstaka orðalagi í honum.
Viðræður um ramma búvörusamninganna eru hafnar og ég á ekki von á öðru en að þeim ljúki snemma á næsta ári,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...