Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá Laugarvatni.
Frá Laugarvatni.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. október 2020

Stúlkur eru 70% nemenda en piltar eru aðeins 30%

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Alls stunda 147 nemendur nám við Menntaskólann að Laugarvatni í vetur, þar af 59 nýnemar. Af öllum hópnum eru um 30% nemenda piltar og 70% stúlkur.

Skólinn er heimavistarskóli og því þarf að gera sérstakar ráðstafanir vegna COVID-19. „Já, við  förum þá leiðina eftir mikla skoðun og fundahöld að vera eingöngu með einn árgang í staðnámi í einu. Núna fyrstu tvær vikurnar eru nýnemar, nemendur í 1F og 1N, í skólanum.  Nemendur í efri bekkjum hófu fjarnám/fjarvinnu 31. ágúst. Þann 7. september komu nemendur 3. árs í staðnám en þá voru nýnemar komnir í fjarnám. Eins verða nemendur annars ársins í fjarnámi viku í viðbót en koma svo í staðnám. Þá verða nemendur fyrsta og þriðja árs í fjarnámi. Eftir það koma nýnemar aftur í staðnám um stund. Svona mun námi og kennslu vera háttað á meðan þessi staða er,“ segir Halldór Páll Halldórsson skólameistari og bætir við: „Útfærsla þessi er tilkomin þar sem þetta er heimavistarskóli með mötuneyti og niðurstaða okkar var sú að þetta væri eina leiðin að fara með sóttvarnareglur í framhaldsskólum í huga.“ Alls  34 starfsmenn vinna við skólann og af þeim eru 20 við kennslu og stjórnun. Margir starfsmannanna eru í hlutastarfi, s.s. við kennslu, ræstingar og vistarvörslu. 

Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.  Mynd / MHH

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...