Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá Laugarvatni.
Frá Laugarvatni.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. október 2020

Stúlkur eru 70% nemenda en piltar eru aðeins 30%

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Alls stunda 147 nemendur nám við Menntaskólann að Laugarvatni í vetur, þar af 59 nýnemar. Af öllum hópnum eru um 30% nemenda piltar og 70% stúlkur.

Skólinn er heimavistarskóli og því þarf að gera sérstakar ráðstafanir vegna COVID-19. „Já, við  förum þá leiðina eftir mikla skoðun og fundahöld að vera eingöngu með einn árgang í staðnámi í einu. Núna fyrstu tvær vikurnar eru nýnemar, nemendur í 1F og 1N, í skólanum.  Nemendur í efri bekkjum hófu fjarnám/fjarvinnu 31. ágúst. Þann 7. september komu nemendur 3. árs í staðnám en þá voru nýnemar komnir í fjarnám. Eins verða nemendur annars ársins í fjarnámi viku í viðbót en koma svo í staðnám. Þá verða nemendur fyrsta og þriðja árs í fjarnámi. Eftir það koma nýnemar aftur í staðnám um stund. Svona mun námi og kennslu vera háttað á meðan þessi staða er,“ segir Halldór Páll Halldórsson skólameistari og bætir við: „Útfærsla þessi er tilkomin þar sem þetta er heimavistarskóli með mötuneyti og niðurstaða okkar var sú að þetta væri eina leiðin að fara með sóttvarnareglur í framhaldsskólum í huga.“ Alls  34 starfsmenn vinna við skólann og af þeim eru 20 við kennslu og stjórnun. Margir starfsmannanna eru í hlutastarfi, s.s. við kennslu, ræstingar og vistarvörslu. 

Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.  Mynd / MHH

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...