Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Stuðningsgreiðslur vegna hækkandi áburðaverðs í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur
Mynd / Bbl
Fréttir 10. febrúar 2022

Stuðningsgreiðslur vegna hækkandi áburðaverðs í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Höfundur: smh

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um fyrirkomulag á stuðningsgreiðslum til bænda vegna hækkunar áburðaverðs. Gert er ráð fyrir að um 650 milljónir króna fari í beinan stuðning við bændur í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur, sem álag fyrir síðasta ár. Afgangurinn, 50 milljónir króna, fer í sérstakt átak um bætta nýtingu áburðar og leiðir til að draga út notkun hans – sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun sjá um.

Í tilkynningunni er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að hún búist við því að greiðslurnar verði afgreiddar strax um næstu mánaðamót.

Á síðasta ári fengu 1.534 bú jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna ræktunar á samtals 91.610 hekturum. Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að álagsgreiðslan þýði um það bil 79 prósent álag á greiðslurnar 2021.  „Gætt verður sérstaklega að búum sem nýir ábúendur hafa tekið við eftir að greiðslan 2021 fór fram,“ segir í tilkynningunni.

Áburðarvísitalan hækkað um 93 prósent

„Áburðaverð hefur hækkað á síðustu misserum. Áburðarvísitala Alþjóðabankans hefur hækkað um 93% frá lokum síðasta áburðartímabils, m.a. vegna hækkunar á jarðgasi og COVID-tengdum framboðsáhrifum. Áætluð hækkun hérlendis frá síðasta ári er um 87% samkvæmt mati Hagstofunnar fyrir verðlagsgrundvöll kúabús,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Haft er eftir Svandísi að með þessum aðgerðum komið til móts við bændur og þá erfiðu stöðu sem þeir standa frammi fyrir. Við höfum lagt áherslu á að fjármunirnir skili sér sem fyrst til bænda og á sem einfaldastan hátt. Með þessari útfærslu náum við því fram. Við höfum átt gott samstarf við Bændasamtökin vegna málsins,“ segir Svandís.

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...