Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stuðningsgreiðslur vegna hækkandi áburðaverðs í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur
Mynd / Bbl
Fréttir 10. febrúar 2022

Stuðningsgreiðslur vegna hækkandi áburðaverðs í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Höfundur: smh

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um fyrirkomulag á stuðningsgreiðslum til bænda vegna hækkunar áburðaverðs. Gert er ráð fyrir að um 650 milljónir króna fari í beinan stuðning við bændur í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur, sem álag fyrir síðasta ár. Afgangurinn, 50 milljónir króna, fer í sérstakt átak um bætta nýtingu áburðar og leiðir til að draga út notkun hans – sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun sjá um.

Í tilkynningunni er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að hún búist við því að greiðslurnar verði afgreiddar strax um næstu mánaðamót.

Á síðasta ári fengu 1.534 bú jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna ræktunar á samtals 91.610 hekturum. Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að álagsgreiðslan þýði um það bil 79 prósent álag á greiðslurnar 2021.  „Gætt verður sérstaklega að búum sem nýir ábúendur hafa tekið við eftir að greiðslan 2021 fór fram,“ segir í tilkynningunni.

Áburðarvísitalan hækkað um 93 prósent

„Áburðaverð hefur hækkað á síðustu misserum. Áburðarvísitala Alþjóðabankans hefur hækkað um 93% frá lokum síðasta áburðartímabils, m.a. vegna hækkunar á jarðgasi og COVID-tengdum framboðsáhrifum. Áætluð hækkun hérlendis frá síðasta ári er um 87% samkvæmt mati Hagstofunnar fyrir verðlagsgrundvöll kúabús,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Haft er eftir Svandísi að með þessum aðgerðum komið til móts við bændur og þá erfiðu stöðu sem þeir standa frammi fyrir. Við höfum lagt áherslu á að fjármunirnir skili sér sem fyrst til bænda og á sem einfaldastan hátt. Með þessari útfærslu náum við því fram. Við höfum átt gott samstarf við Bændasamtökin vegna málsins,“ segir Svandís.

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli
Fréttir 27. mars 2023

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli

Fyrir skömmu greindist blóðsjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi...

Páskaútgáfa Bændablaðsins
Fréttir 27. mars 2023

Páskaútgáfa Bændablaðsins

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi.

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun
Fréttir 27. mars 2023

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun

Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt umsókn Icelandic lamb um að vörumerkið „Ís...

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...