Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ádeila dýraverndarsamtaka á framleiðslu Ross 308 snýr meðal annars að þeim áhrifum sem óeðlilegur vöxtur fuglanna gæti haft á þá.
Ádeila dýraverndarsamtaka á framleiðslu Ross 308 snýr meðal annars að þeim áhrifum sem óeðlilegur vöxtur fuglanna gæti haft á þá.
Fréttir 29. júní 2022

Streymi frá dönsku kjúklingabúi sló í gegn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í ársbyrjun hétu alþjóðleg dýraverndarsamtök milljónum króna þeim dönsku kjúklingabændum sem tilbúnir væru að opna starfsstöðvar sínar og veita samtökunum innsýn inn í framleiðslu á kjúklingum. Þegar bóndi svaraði kallinu, og gott betur, fékk hún varla krónu fyrir.

Dýravelferð og búfjárhald eru samofin fyrirbæri. Á meðan bændur eiga að róa að því öllum árum að hlúa sem best að dýrum sínum veita dýraverndarsamtök þeim aðhald í þeim efnum.

Dýraverndarsamtök hafa barist gegn notkun á tegundinni Ross 308 í kjúklingaframleiðslu. Tegundin, sem hefur fengið viðurnefnið Franken­ kjúklingurinn (e. Frankenchicken), er erfðabreytt tegund sem hefur verið ræktuð þannig að fuglinn þarfnist styttri tíma til að ná fullum vexti fyrir slátrun. Ross 308 er í reynd ein farsælasta vara í sögu ræktunarfyrirtækisins Aviagen sem auglýsir hana sem hagstæða vöru fyrir bændur, afkastamikla tegund með frábærum vaxtarhraða og framúrskarandi einsleitni. Tegundin er ein ástæða þess að verð á kjúklingakjöti hefur hríðfallið, enda hefur framleiðslukostnaður minnkað og framboð aukist verulega.

Ádeila dýraverndarsamtaka á framleiðslu Ross 308 snýr að þeim áhrifum sem óeðlilegur vöxtur fuglanna gæti haft á þá og velferð þeirra sé því virt að vettugi.

Sólveig sýndi starfsemina

Átak dýraverndarsamtakanna Anima í Danmörku var að þrýsta á gagnsæi í framleiðslu á kjúklingum og bauð því þeim bændum sem tilbúnir væru til að gefa samtökunum aðgang að búum sínum, til að taka myndir og afla gagna, 500.000 danskar krónur, sem jafngildir rúmum níu milljónum króna.

Sólveig nokkur kjúklingabóndi á búinu Nørmarks gård í Vestur­ Jótlandi ákvað að svara kallinu.

Í samstarfi við danska landbúnaðar­ og matvælaráðið bauð hún upp á lifandi streymi frá starfseminni stanslaust í 35 daga, nánar tiltekið frá 8. febrúar til 14. mars sl., eða sem nemur vaxtartíma kjúklinga inni á búinu og þar til þeir eru fjarlægðir til slátrunar.

Í gegnum vefsíðuna kyllingestald. dk, á Youtube og Facebook var hægt að fylgjast með lífi um 32.000 kjúklinga af gerðinni Ross 308 sem uxu og döfnuðu í beinni útsendingu, ásamt því að sækja gögn um hitastig, fóðrun og vatnsnotkun og fleira á hverri stundu.

Með því vildu Sólveig og dönsku landbúnaðar­- og matvælasamtökin gefa innsýn og auka þekkingu á danskri kjúklingaframleiðslu sem þau sögðu að leggi megináherslu á dýravelferð, matvælaöryggi og lágt kolefnisspor.

„Markmiðið er að sýna af eins mikilli hreinskilni og hægt er raunsæjar aðstæður í fuglahúsi svo Danir geti fengið raunverulega mynd af dönsku kjúklinga­ framleiðslunni. Við viljum umræðan um danska kjúklinga
að framleiðslu fari fram á upplýstum grunni,“ segir á vefsíðu verkefnisins.

Leita nú til Norðmanna

Streymið sló í gegn en yfir 18.000 gestir sóttu búið heim, rafrænt, meðan á útsendingu stóð. Útsendingin náði til yfir 800.000 notenda og tæp 3 milljónir notenda samfélagsmiðla litu inn með slíkum leiðum. Virkir í athugasemdum urðu um 1.600 talsins og þó einhverjir væru neikvæðir í garð framleiðslunnar var yfirgnæfandi meirihluti þakklátur fyrir innsýnina. Eftir uppátækið hafði Sólveig samband við dýraverndar­ samtökin Anima til að kalla inn þá fjármuni sem samtökin höfðu heitið. Varð þá lítið um svör.

Fyrir stuttu barst ákall frá Anima á norskri grund þar sem þau heita á þarlenda kjúklingabændur að opna stöðvar sínar. Þeir lofa þeim fjármunum fyrir.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...