Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Straumlínulögun leyfisveitinga
Fréttir 26. febrúar 2024

Straumlínulögun leyfisveitinga

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo var kjörinn formaður landeldisbænda á nýafstöðnum deildarfundi.

Hann er búinn að vera starfandi formaður frá því síðasta sumar, eftir að Þorvaldur Arnarsson steig til hliðar úr því embætti. Bjarki segir að eitt af fyrstu verkefnum stjórnar landeldisbænda verði að halda áfram samtali við stjórnvöld varðandi straumlínulögun á umsóknarferlum hjá hinu opinbera. Verkefnin séu mjög háð leyfisveitingum og efla þurfi viðeigandi stofnanir til að tryggja eðlilega málsmeðferð og að afgreiðslutími
dragist ekki úr hófi.

Þá standi yfir vinna í matvælaráðuneytinu að nýjum
heildarlögum um fiskeldi á hafi og landi. Ráðuneytið hafi kallað eftir samtali við hagaðila, sem landeldisbændur muni vinna í samstarfi við BÍ. Jafnframt hefur deildin áhuga á að hefja samtal við háskólana þar sem uppbyggingin í greininni kalli eftir faglærðu fólki.

Landeldi hafi verið stundað í tugi ára með góðum árangri, en sú framleiðsla hafi verið á tiltölulega litlum skala. Bjarki segir að nú sé greinin í miklum vexti og áform fyrirtækja sýna að landeldi hafi alla burði til að verða einn af burðarstólpum útflutnings á Íslandi.

Deild landeldisbænda sé að hefja sitt annað starfsár og sé mikill stuðningur fyrir nýja búgrein að geta leitað til samtakanna með hin ýmsu mál. Með Bjarka í stjórn eru Stefán Ágústsson frá First Water og Lárus Ásgeirsson frá Laxey.

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...