Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Um 130 þúsund gestir koma árlega að Hengifossi.
Um 130 þúsund gestir koma árlega að Hengifossi.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 9. maí 2025

Störfum í ferðaþjónustu fjölgar en fækkar í landbúnaði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ferðaþjónusta í Fljótsdalshreppi hefur eflst mjög undanfarin ár, en landbúnaður dregist saman jafnt og þétt.

Helgi Gíslason.

Fyrir 1997 voru í sveitarfélaginu nánast eingöngu heilsársstörf við sauðfjárrækt en á síðasta ári voru þau störf einungis 12 af tæplega 80 heilsársstörfum í Fljótsdal, samkvæmt nýlegri greiningu.

Um 200 þúsund gestir

Helgi Gíslason, sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi, segir að uppgangurinn í ferðaþjónustunni skýrist af nokkrum þáttum. „Núna eru orðin 12 heilsársstörf í ferðaþjónustu hjá okkur og 32 hlutastörf. Í þeim tölum eru ekki talin með störfin í Vatnajökulsþjóðgarði og Gunnarsstofnun sem að hluta til eru tengd ferðaþjónustu. Komin eru nokkuð fjölbreytt störf sem kallar á fólk með mismunandi bakgrunn. Menningarlega er þetta svolítil áskorun en út frá störfum stendur sveitarfélagið vel og er í örri þróun. Ferðaþjónustan er ein af þessum nýju stoðum okkar samfélags sem hefur verið í hvað hröðustu uppbyggingunni undanfarin ár.

Við fáum árlega um 200 þúsund gesti, þar af 130 þúsund sem koma að Hengifossi. Sveitarstjórn Fljótsdælinga var að taka ákvörðun um að hluti af nýja þjónustuhúsinu við Hengifoss yrði boðið út til veitingareksturs. Gangi það eftir yrði veitingastaðurinn sá sjötti í Fljótsdal. Fyrir eru reknir bæði að staðaldri og hluta úr ári matsölustaðir á Egilsstöðum í Óbyggðasetrinu, Fljótsdalsgrund, Klausturkaffi, Laugarfelli og Matarvagn Sauðagulls við Hengifoss.“

Aukið gistirými

Helgi segir að jafnt og þétt sé verið að auka gistirými í sveitarfélaginu. „Núna er hægt að taka í gistingu um 130 manns og svo eru vel sótt tjaldstæði við Végarð og Laugarfelli. Nýjasti gististaðurinn er á Hóli í Norðurdal, sem er rétt að byrja, en þar er núna hægt að hýsa átta manns. Mikil og hröð uppbygging hefur átt sér stað á Húsum og er þar nú hægt að hýsa 13 manns og ætlun að auka gistingu þar. Þá hefur Óbyggðasetrið nýverið tekið í notkun nýtt gistihús með 14 herbergjum og þá er myndarlegur gistiskáli í Laugarfelli og Fljótsdalsgrund tekur síðan um 25 manns í gistingu.

Flestir ferðamannanna heimsækja Hengifoss, Skriðuklaustur, Óbyggðasetrið og Vatnajökulsþjóðgarð, auk Fljótsdalsgrundar. Aðrir staðir sem verið er að þróa eru Bessastaðarárgil, Strútsfoss og fossagangan frá Óbyggðasetrinu í gegnum Kleifarskóg og upp í Laugarfell.“

Gömlu smalakofarnir áningarstaðir ferðamanna

Að sögn Helga hafa Fljótsdælingar jafnframt augastað á nokkrum öðrum stöðum uppi á hálendinu, g ö m l u smalakofunum sem eru vel staðsettir og heita Fjallaskarð inni á miðri Fljótsdalsheiði, Sauðárkofi inn við jökul, Hálsakofi undir austanverðu Snæfelli, Hrakströnd við Jökulsá í Fljótsdal og Bergkvíslarkofi inn við Eyjabakka.

„Vinna er komin mislangt við að gera þá upp en í bili hefur ekkert verið ákveðið með Bergkvíslarkofa. Allir þessir kofar gætu reynst skemmtilegir og sögulegir áningarstaðir fyrir göngufólk. Haustið 2023 fóru nokkrir vaskir Fljótsdælingar ríðandi að leita uppi hina fornu verslunarleið sem var á milli Suðurdals og Gautavíkur og fundu hana. Fádæma falleg leið sem gæti gefið nýja vídd í sögutengda ferðaþjónustu fyrir bæði gangandi og ríðandi. Formlegur félagsskapur hagsmunaaðila sem heitir Upphéraðsklasinn hefur drifið ferðaþjónustuna áfram og má telja að öðrum ólöstuðum að sá félagsskapur hafi komið málum á þann stað sem að ofan er talið. Nýjasti árangurinn í ferðaþjónustu dalsins er glæsileg þjónustumiðstöð sem opnuð var við Hengifoss sl. haust,“ segir Helgi.

Skylt efni: Fljótsdalshreppur

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.