Störfum í ferðaþjónustu fjölgar en fækkar í landbúnaði
Ferðaþjónusta í Fljótsdalshreppi hefur eflst mjög undanfarin ár, en landbúnaður dregist saman jafnt og þétt.
Ferðaþjónusta í Fljótsdalshreppi hefur eflst mjög undanfarin ár, en landbúnaður dregist saman jafnt og þétt.
„Þetta er mjög áhugavert verkefni og alveg ný nálgun hjá sveitarfélaginu að fara þessa leið. Þetta sýnir ákveðið hugrekki og er í raun til fyrirmyndar,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði og annar eigenda stofunnar TGJ hönnun – ráðgjöf – rannsóknir.
Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað í atvinnuháttum í Fljótsdalshreppi í áranna rás. Landbúnaður er þó enn aðalatvinnuvegur þeirra sem hafa fasta búsetu í hreppnum árið um kring.
Á vegum Fljótsdalshrepps hefur verið stofnað til verkefnasjóðs til stuðnings nýsköpun, menningu og atvinnuskapandi verkefnum í Fljótsdal, undir nafninu Samfélagssjóður Fljótsdals.