Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Landbúnaður víkur fyrir aukinni ferðaþjónustu
Mynd / Skarphéðinn G. Þórisson
Fréttir 15. júní 2020

Landbúnaður víkur fyrir aukinni ferðaþjónustu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað í atvinnuháttum í Fljótsdalshreppi í áranna rás. Landbúnaður er þó enn aðal­atvinnuvegur þeirra sem hafa fasta búsetu í hreppnum árið um kring. 
 
Föst búseta er á um 20 jörðum um þessar mundir, heimilisfólk á hverjum og einum færra en áður var og einbúar á um fjórðungi byggðra bæja. Árið 2018 voru í hreppnum 21 íbúðarhús með heilsársbúsetu og 5 hús án samfelldrar búsetu. Íbúum hefur snarfækkað á síðustu árum og eru þeir nú aðeins 74 talsins.
 
Færri sauðfjárbú og engin kúabú
 
Í eina tíð voru stór sauðfjárbú í Fljótsdalshreppi en öllu fé var fargað vegna riðuveiki árið 1990. Hættu þá margir að búa með sauðfé og sneru sér að skógrækt, ýmist sem aðal- eða aukabúgrein. Skógrækt og vinnsla afurða hefur að nokkru leyst sauðfjárbúskap af hólmi. Innan við 5 þúsund kindur eru nú í Fljótsdalshreppi. Nautgriparækt og mjólkurframleiðsla hefur þó orðið öllu harðar úti, því að heita má að enginn kúabúskapur hafi verið stundaður í hreppnum frá aldamótum. Kornrækt er stunduð á einu býli en fyrir fáum árum var korn ræktað á 8 til 9 ha lands. 
 
Hrossarækt og tamningar eru hins vegar stundaðar á flestum bæjum, m.a. í tengslum við vaxandi ferðaþjónustu og hestaferðir.
 
Ársverkum í landbúnaði fækkar
 
Samdráttur í landbúnaði hefur sjálfkrafa leitt til þess að flestir ábúendur bújarða vinna við ýmis störf utan heimilis meðfram búrekstri, jafnvel utan heimasveitar. Árið 2013 voru ársverk í landbúnaði (þ.e. sauðfjár-, skóg- og hrossarækt) talin 20 og 15 árið 2018, þ.e. fækkun um fimm ársverk. Það ár var sömuleiðis áætlað að þeim myndi fækka um tvö ársverk á komandi árum og verða aðeins 13 um 2026.
 
Aukin fjölbreytni
 
Á allra síðustu árum hefur fjölbreytni starfa aukist töluvert í sveitarfélaginu. Ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg. Innan sveitarfélagsins eru margir þekktir staðir. Nefna má Skriðuklaustur með Gunnarsstofnun og Klaust­ur­kaffi, þar er einnig Snæfells­stofa, Laugafellsskáli, gistihúsið Fljótsdalsgrund og Óbyggða­setur Íslands. Hengi­foss er innan hreppsins og laðar hann að sér  fjölda ferða­manna ár hvert. Eins gegna Fljótsdalsstöð og fyrirtækið Skógarafurðir mikilvægu hlut­verki í atvinnulegu tilliti.  Um­svifin í ferðaþjónustunni eru þó árstíðabundin, fá heilsársstörf í boði en þó nokkuð um hlutastörf frá vori fram á haust. 
 

 

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli
Fréttir 27. mars 2023

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli

Fyrir skömmu greindist blóðsjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi...

Páskaútgáfa Bændablaðsins
Fréttir 27. mars 2023

Páskaútgáfa Bændablaðsins

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi.

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun
Fréttir 27. mars 2023

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun

Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt umsókn Icelandic lamb um að vörumerkið „Ís...