Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Landbúnaður víkur fyrir aukinni ferðaþjónustu
Mynd / Skarphéðinn G. Þórisson
Fréttir 15. júní 2020

Landbúnaður víkur fyrir aukinni ferðaþjónustu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað í atvinnuháttum í Fljótsdalshreppi í áranna rás. Landbúnaður er þó enn aðal­atvinnuvegur þeirra sem hafa fasta búsetu í hreppnum árið um kring. 
 
Föst búseta er á um 20 jörðum um þessar mundir, heimilisfólk á hverjum og einum færra en áður var og einbúar á um fjórðungi byggðra bæja. Árið 2018 voru í hreppnum 21 íbúðarhús með heilsársbúsetu og 5 hús án samfelldrar búsetu. Íbúum hefur snarfækkað á síðustu árum og eru þeir nú aðeins 74 talsins.
 
Færri sauðfjárbú og engin kúabú
 
Í eina tíð voru stór sauðfjárbú í Fljótsdalshreppi en öllu fé var fargað vegna riðuveiki árið 1990. Hættu þá margir að búa með sauðfé og sneru sér að skógrækt, ýmist sem aðal- eða aukabúgrein. Skógrækt og vinnsla afurða hefur að nokkru leyst sauðfjárbúskap af hólmi. Innan við 5 þúsund kindur eru nú í Fljótsdalshreppi. Nautgriparækt og mjólkurframleiðsla hefur þó orðið öllu harðar úti, því að heita má að enginn kúabúskapur hafi verið stundaður í hreppnum frá aldamótum. Kornrækt er stunduð á einu býli en fyrir fáum árum var korn ræktað á 8 til 9 ha lands. 
 
Hrossarækt og tamningar eru hins vegar stundaðar á flestum bæjum, m.a. í tengslum við vaxandi ferðaþjónustu og hestaferðir.
 
Ársverkum í landbúnaði fækkar
 
Samdráttur í landbúnaði hefur sjálfkrafa leitt til þess að flestir ábúendur bújarða vinna við ýmis störf utan heimilis meðfram búrekstri, jafnvel utan heimasveitar. Árið 2013 voru ársverk í landbúnaði (þ.e. sauðfjár-, skóg- og hrossarækt) talin 20 og 15 árið 2018, þ.e. fækkun um fimm ársverk. Það ár var sömuleiðis áætlað að þeim myndi fækka um tvö ársverk á komandi árum og verða aðeins 13 um 2026.
 
Aukin fjölbreytni
 
Á allra síðustu árum hefur fjölbreytni starfa aukist töluvert í sveitarfélaginu. Ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg. Innan sveitarfélagsins eru margir þekktir staðir. Nefna má Skriðuklaustur með Gunnarsstofnun og Klaust­ur­kaffi, þar er einnig Snæfells­stofa, Laugafellsskáli, gistihúsið Fljótsdalsgrund og Óbyggða­setur Íslands. Hengi­foss er innan hreppsins og laðar hann að sér  fjölda ferða­manna ár hvert. Eins gegna Fljótsdalsstöð og fyrirtækið Skógarafurðir mikilvægu hlut­verki í atvinnulegu tilliti.  Um­svifin í ferðaþjónustunni eru þó árstíðabundin, fá heilsársstörf í boði en þó nokkuð um hlutastörf frá vori fram á haust. 
 

 

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...