Hættir með Klausturkaffi í árslok
Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í sumar. Elísabet Þorsteinsdóttir, rekstraraðili Klausturkaffis, ætlar að láta veitingahúsið frá sér í lok árs.
Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í sumar. Elísabet Þorsteinsdóttir, rekstraraðili Klausturkaffis, ætlar að láta veitingahúsið frá sér í lok árs.
„Tækifærin eru næg í Fljótsdal, möguleikarnir byggjast á sterkri hefð og sögu um sjálfbærni og sjálfsbjargarviðleitni. Það er ómetanlegt veganesti fyrir alla þá sem vilja láta til sín taka í sveitarfélaginu,“ segir Helgi Gíslason, sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi, þar sem mikil uppbygging er nú í gangi.
Sögusvið Valþjófsstaðar á Fljótsdal, sem er rétt utan við kirkjuna, var afhjúpað í liðinni viku. Í snoturri umgjörð norðan við kirkjuna hefur verið komið fyrir skiltum þar sem í máli og myndum er stiklað á sögu Valþjófsstaðar sem höfuðbóls og kirkjustaðar frá öndverðu.
„Við erum afskaplega ánægð yfir þeim mikla fjölda fólks sem hefur sýnt þessu verkefni okkar áhuga,“ segir Sólrún Júlía Hjartardóttir frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal sem ásamt Kjartani Benediktssyni hefur unnið við það að skrá og útbúa fjallahjólaleiðir í Fljótsdal.
„Þetta er mjög áhugavert verkefni og alveg ný nálgun hjá sveitarfélaginu að fara þessa leið. Þetta sýnir ákveðið hugrekki og er í raun til fyrirmyndar,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði og annar eigenda stofunnar TGJ hönnun – ráðgjöf – rannsóknir.
Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað í atvinnuháttum í Fljótsdalshreppi í áranna rás. Landbúnaður er þó enn aðalatvinnuvegur þeirra sem hafa fasta búsetu í hreppnum árið um kring.
Fljótsdalur býr yfir margvíslegum auðlindum og ef byggt er annars vegar á grunni fortíðar og hefðar og hins vegar á styrkleikum og tækifærum á öllum sviðum, verður „fögur framtíð í Fljótsdal“.
Hjónin Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustubóndi, og Arna Björg Bjarnadóttir, sagnfræðingur og menningarmiðlari, hafa í nokkur ár unnið að uppbyggingu Óbyggðaseturs á bænum Egilsstöðum í Fljótsdal.
Fyrsti sérsmíðaði timburflutningabíllinn kom til landsins fyrir skömmu. Það er fyrirtækið Skógarafurðir ehf. í Fljótsdal sem keypti ækið sem samanstendur af bíl með hleðslupalli og krana og sérsmíðuðum tengivagni.