Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fjölmargar fjallahjólaleiðir eru í Fljótsdal, ein þeirra er í gegnum Ranaskóg en hér má sjá þá leið á korti. 
Fjölmargar fjallahjólaleiðir eru í Fljótsdal, ein þeirra er í gegnum Ranaskóg en hér má sjá þá leið á korti. 
Mynd / Einkasafn
Fréttir 19. ágúst 2021

Fjöldi fólks sýnt verkefninu áhuga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Við erum afskaplega ánægð yfir þeim mikla fjölda fólks sem hefur sýnt þessu verkefni okkar áhuga,“ segir Sólrún Júlía Hjartardóttir frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal sem ásamt Kjartani Benediktssyni hefur unnið við það að skrá og útbúa fjallahjólaleiðir í Fljótsdal.

Verkefnið er unnið með styrk frá Samfélagssjóði Fljótsdals.

„Okkar hugmynd var fyrst og fremst að nýta gamla slóða og kinda­götur sem liggja hér í dölum og fjöllum og koma þeim fjölmörgu fjallahjólaleiðum sem Fljótsdalurinn býður upp á á framfæri, gera þær færar og aðgengilegar með því að merkja þær,“ segir Sólrún Júlía. 

Bæta við þjónustu við fjallahjólafólk

Fyrstu leiðirnar eru tilbúnar og  sú fyrsta sem var merkt liggur í gegnum Ranaskóg. Þá má nefna skemmtilega leið út Norðurdal, hún liggur niður með Jökulsá í Fljótsdal, með hinni fögru fossaröð sem áin er sennilega þekktust fyrir. Upphaf leiðarinnar er yst á Eyjabökkum skammt undan Snæfelli og slóðin endar við bæinn Glúmsstaðasel sem er innsti bærinn í Norðurdal. Upplýsingar um leiðir eru birtar á Facebook-síðunni Hel-Fjallahjólaleiðir í Fljótsdal og á FatMap. Síðar í sumar munu fleiri leiðir bætast við og ríflega tvöfalt fleiri á næsta ári. Lýsingar verða aðgengilegar á leiðunum. Júlía segir að þau Kjartan ætli sér innan tíðar að veita ýmsa þjónustu til notenda leiðanna og þeirra hópa sem vilja hjóla eftir þeim.

Stefna á að merkja allt að 15 fjallahjólaleiðir

Hún segir að vonast sé til að síðar í sumar verði hægt að koma á bilinu fjórum til sex leiðum almennilega á framfæri. „Vorið var óvenjulegt og það hægði á okkur,“ segir hún og bætir við að á næsta ári vonist þau til að hafa náð að merkja mun fleiri fjallahjólaleiðir sem tengjast Fljótsdalnum. Hún segir að þegar lengri leiðir opnist hafi þau í hyggju að bjóða áhugasömu hjólafólki upp á að setja upp fyrir það pakka sem inniheldur skutl á milli staða, gistingu, mat, heitan pott og upplifun í þeirri stórkostlegri íslenskri náttúru sem Fljótsdalurinn býður upp á.

Sólrún Júlía Hjartardóttir frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal og
Kjartan Benediktsson hafa skráð og merkt fjallahjólaleiðir í Fljótsdal.

Skylt efni: Fljótsdalur | fjallahjól

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...