Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjölmargar fjallahjólaleiðir eru í Fljótsdal, ein þeirra er í gegnum Ranaskóg en hér má sjá þá leið á korti. 
Fjölmargar fjallahjólaleiðir eru í Fljótsdal, ein þeirra er í gegnum Ranaskóg en hér má sjá þá leið á korti. 
Mynd / Einkasafn
Fréttir 19. ágúst 2021

Fjöldi fólks sýnt verkefninu áhuga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Við erum afskaplega ánægð yfir þeim mikla fjölda fólks sem hefur sýnt þessu verkefni okkar áhuga,“ segir Sólrún Júlía Hjartardóttir frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal sem ásamt Kjartani Benediktssyni hefur unnið við það að skrá og útbúa fjallahjólaleiðir í Fljótsdal.

Verkefnið er unnið með styrk frá Samfélagssjóði Fljótsdals.

„Okkar hugmynd var fyrst og fremst að nýta gamla slóða og kinda­götur sem liggja hér í dölum og fjöllum og koma þeim fjölmörgu fjallahjólaleiðum sem Fljótsdalurinn býður upp á á framfæri, gera þær færar og aðgengilegar með því að merkja þær,“ segir Sólrún Júlía. 

Bæta við þjónustu við fjallahjólafólk

Fyrstu leiðirnar eru tilbúnar og  sú fyrsta sem var merkt liggur í gegnum Ranaskóg. Þá má nefna skemmtilega leið út Norðurdal, hún liggur niður með Jökulsá í Fljótsdal, með hinni fögru fossaröð sem áin er sennilega þekktust fyrir. Upphaf leiðarinnar er yst á Eyjabökkum skammt undan Snæfelli og slóðin endar við bæinn Glúmsstaðasel sem er innsti bærinn í Norðurdal. Upplýsingar um leiðir eru birtar á Facebook-síðunni Hel-Fjallahjólaleiðir í Fljótsdal og á FatMap. Síðar í sumar munu fleiri leiðir bætast við og ríflega tvöfalt fleiri á næsta ári. Lýsingar verða aðgengilegar á leiðunum. Júlía segir að þau Kjartan ætli sér innan tíðar að veita ýmsa þjónustu til notenda leiðanna og þeirra hópa sem vilja hjóla eftir þeim.

Stefna á að merkja allt að 15 fjallahjólaleiðir

Hún segir að vonast sé til að síðar í sumar verði hægt að koma á bilinu fjórum til sex leiðum almennilega á framfæri. „Vorið var óvenjulegt og það hægði á okkur,“ segir hún og bætir við að á næsta ári vonist þau til að hafa náð að merkja mun fleiri fjallahjólaleiðir sem tengjast Fljótsdalnum. Hún segir að þegar lengri leiðir opnist hafi þau í hyggju að bjóða áhugasömu hjólafólki upp á að setja upp fyrir það pakka sem inniheldur skutl á milli staða, gistingu, mat, heitan pott og upplifun í þeirri stórkostlegri íslenskri náttúru sem Fljótsdalurinn býður upp á.

Sólrún Júlía Hjartardóttir frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal og
Kjartan Benediktsson hafa skráð og merkt fjallahjólaleiðir í Fljótsdal.

Skylt efni: Fljótsdalur | fjallahjól

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...

Búnaðarþing fram undan
Fréttir 23. mars 2023

Búnaðarþing fram undan

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana ...

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni
Fréttir 23. mars 2023

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni

Skortur er á áreiðanlegum opinberum gögnum um framleiðslumagn og markaðshlutdeil...

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning
Fréttir 23. mars 2023

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning

Lambakjöt hefur hækkað mikið í verði undanfarin misseri og hefur innflutningshöm...

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna
Fréttir 22. mars 2023

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orus...

Trausti áfram formaður
Fréttir 21. mars 2023

Trausti áfram formaður

Á búgreinaþingi 2023 var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð endurkjörinn formaður ...

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...