Guðrún Hafsteinsdóttir, Þröstur Heiðar Erlingsson, Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir, Þröstur Heiðar Erlingsson, Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir.
Mynd / TB
Fréttir 5. nóvember 2019

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla var haldinn á Hótel Sögu í dag. Formaður samtakanna er Karen Jónsdóttir, eigandi Kaja organic, Matarbúr Kaju og Café Kaja á Akranesi.

Í stjórn með Karen eru þau Guðný Harðardóttir, frá Breiðdalsbita, Svava Hrönn Guðmundsdóttir, frá Sælkerasinnepi Svövu, Þórhildur M. Jónsdóttir, frá Kokkhúsi og Vörusmiðju BioPol og Þröstur Heiðar Erlingsson frá Birkihlíð Kjötvinnslu.

Í samþykktum samtakanna kemur fram að til að teljast smáframleiðandi verður viðkomandi að vera innan marka í tveimur af þremur eftirfarandi atriðum: heildareignir undir 100.000.000 króna, hrein velta undir 100.000.000 króna og meðalfjölda ársverka á fjárhagsárinu 10.

Stuðla að öflugra samstarfi

Markmið samtakanna er að stuðla að öflugra samstarfi og auknum samtakamætti smáframleiðenda matvæla um land allt. Einnig að stuðla að kraftmikilli nýsköpun  og fjölbreyttu úrvali hágæða matvæla, þar sem áhersla er á notkun innlendra hráefna, aukinn fjölbreytileika og verðmætasköpun, þróun nýrra og verðmætari vara og þjónustu úr vannýttum hráefnum, að draga úr kolefnisspori, auka sjálfbærni og fjölga atvinnutækifærum.

Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda á öllum sviðum, vera málsvari þeirra og stuðla að framförum í málefnum sem þá varða, þar með talið er varðar vöxt og aðgengi að mörkuðum, lágmörkun kolefnisspors og samfélagslegum áhrifum starfsemi þeirra. Koma sjónarmiðum og hagsmunamálum félagsmanna á framfæri, vinna að því að starfsumhverfi og löggjöf utan um smáframleiðendur gefi þeim færi á að blómstra, leiðbeina félagsmönnum varðandi ráðgjöf og stuðning, skipuleggja viðburði, kynna félagsmenn og það úrval sem í boði er.

Á fundinum voru félagsgjöld samþykkt; árgjald verður tíu þúsund krónur og aukaaðild fimm þúsund krónur, sem er fyrir þá aðila sem ekki þiggja þjónustu samtakanna en styðja tilgang og markmið þeirra.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, stýrði fundi en full aðild að Samtökum smáframleiðenda matvæla felur í sér aðild að Samtökum iðnaðarins og í gegnum þau Samtökum atvinnulífsins.

Undirbúningur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir endurreisnina
Fréttir 23. nóvember 2020

Undirbúningur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir endurreisnina

Í byrjun næsta árs mun verkefnið Ratsjáin fara af stað, sem er hugsað fyrir stjó...

Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum
Fréttir 23. nóvember 2020

Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum

Eyjólfur Pétur Pálmason forstjóri Vélfangs segir að þrátt fyrir COVID-19 faraldu...

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri
Fréttir 23. nóvember 2020

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri

Aðeins einu sinni áður hefur meðalþyngd lamba hjá Norðlenska á Húsavík verið hær...

Hrútaskráin komin á vefinn
Fréttir 20. nóvember 2020

Hrútaskráin komin á vefinn

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum
Fréttir 20. nóvember 2020

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum

Nýlega hélt Geitfjárræktarfélag Íslands aðalfund. Anna María Flygenring var kjör...

Búið að skera niður 38 geitur og kið
Fréttir 20. nóvember 2020

Búið að skera niður 38 geitur og kið

Búið er að lóga 38 geitum og kiðum á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur...

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur
Fréttir 20. nóvember 2020

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur

Að aflokinni sláturtíð er við hæfi að setja lambakjöt á matseðilinn. Ekki skemmi...

Framleiðslan úr haustslátrun 2020 er um fjórðungi minni en fyrir 37 árum
Fréttir 20. nóvember 2020

Framleiðslan úr haustslátrun 2020 er um fjórðungi minni en fyrir 37 árum

Mikill samdráttur hefur orðið í framleiðslu á kindakjöti frá 1983 samkvæmt tölum...