Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur
Fréttir 29. maí 2019

Stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ísland ætlar að vera í farabroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.Þá ætla íslensk stjórnvöld, innan ramma alþjóðlegra skuldbindinga og á grundvelli lýðheilsusjónarmiða, að koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem ríkisstjórnin hélt við tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum í hádeginu í dag.

Ein helsta heilbrigðisógnin

Samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni, Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins og Matvælastofnun Evrópusambandsins er útbreiðsla sýklalyfjaónæmis ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að mönnum. Sýklalyfjaónæmi á Íslandi hefur þó verið umtalsvert minna vandamál en í nálægum löndum en mikilvægt þykir að stemma stigu við frekari útbreiðslu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu yfirlýsingu 8. febrúar sl. um sameiginlegt átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Með þeirri undirritun var jafnframt mörkuð opinber stefna stjórnvalda í málaflokknum.

Sýklalyfjaónæmissjóður settur á fót

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Aðgerðirnar voru unnar af stýrihópi beggja ráðherra þar sem áttu sæti m.a. sóttvarnalæknir og yfirdýralæknir.

Á meðal helstu tillagna er að:

• Mynda teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklalyfjaónæmi.

• Setja á fót „Sýklalyfjaónæmissjóð“. Hlutverk sjóðsins verði m.a. að greiða fyrir skimun og vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri.

• Uppfæra gagnagrunninn Heilsu sem heldur utan um skráningar dýralækna á notkun sýklalyfja í búfé (í dag aðeins nautgripir og hross).

• Skipa tvo starfshópa sérfræðinga sem annars vegar útbúa viðbragðsáætlanir er fylgja ber þegar sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í dýrum, sláturafurðum og matvælum og hins vegar útbúa leiðbeiningar um skynsamlega notkun og val á sýklalyfjum fyrir dýr, þ.m.t. sníkjudýralyf.

• Tryggja samvinnu ráðuneyta að stefnumótun vegna aðgerða til að minnka áhættu á dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería með ferðamönnum auk fjárveitingar til verkefnisins.

Fjármögnun tryggð

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra munu verja 45 millj. kr. til að koma þessum verkefnum af stað strax á þessu ári. Jafnframt ætlar ríkisstjórnin að tryggja framtíðarfjármögnun þessa verkefnis.

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...