Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Starfsmenntanámi í garðyrkju við LbhÍ hætt eftir komandi vetur
Fréttir 26. ágúst 2021

Starfsmenntanámi í garðyrkju við LbhÍ hætt eftir komandi vetur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kennsla við Garðyrkju­skólann á Reykjum hófst í byrjun vikunnar og er það í síðasta sinn sem kennsla við skól­ann verður á vegum Land­búnaðar­háskóla Íslands. Nám við skólann mun við næstu inntöku nemenda færast til Fjölbrautaskóa Suðurlands.

Ragnheiður Inga Þór­arins­dóttir, rektor Land­búnaðar­skólans, segir að nem­endur í verknámi í garðyrkju séu tæplega 160 og af þeim 2/3 í fjarnámi. „Kennsla hjá okkur heldur áfram eins og verið hefur og fer fram á Reykjum. Nemendur í staðnámi munu útskrifast í vor en nemar í fjarnámi, sem yfirleitt taka námið á fjórum árum, munu flytjast yfir til Fjölbrautaskóla Suðurnesja og útskrifast samkvæmt upp­runalegu plani og samningi sem verður gerður milli Landbúnaðarháskólans og Fjölbrautaskóla Suður­lands.“

Að sögn Ragnheiðar hefur nemendum við allar deildir Landbúnaðarháskólans fjölgað. „Fjölgunin er jöfn yfir allar fagdeildir skólans og öll námsstigin.“

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...