Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Innviðaráðherra vill efla strandsiglingar til að hlífa vegakerfinu.
Innviðaráðherra vill efla strandsiglingar til að hlífa vegakerfinu.
Mynd / Bbl
Fréttir 16. september 2025

Starfshópur um strandsiglingar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um strandsiglingar við Ísland sem er ætlað að skila aðgerðaáætlun fyrir 1. desember 2025.

Hlutverk starfshópsins verður að móta og leggja fram aðgerðaáætlun um leiðir til að efla strandflutninga á sjó, m.a. til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins og draga úr umhverfisáhrifum. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef ráðuneytisins. Eyjólfur segir mikilvægt að efla strandflutninga að nýju til þess að vernda vegakerfið. Nauðsynlegt sé að flutningar á sjó umhverfis landið verði veigamikill hluti af vöruflutningum.

Í fréttatilkynningunni segir að langstærstur hluti vöruflutninga hér á landi faru fram með stórum bifreiðum um þjóðvegi. Álag á vegi hafi aukist hratt á undanliðnum árum með auknum kostnaði í viðhaldi vega. Starfshópnum er ætlað að vinna áfram með skýrslu sem Vegagerðin gerði fyrir innviðaráðuneytið um strandflutninga við Ísland. Tillögur hópsins verða lagðar til grundvallar við frekari stefnumótun í málaflokknum.

Að auki við þrjá fulltrúa skipaða af ráðuneytinu sitja í hópnum fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Vegagerðinni og Samgöngustofu

Skylt efni: strandsiglingar

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.