Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Innviðaráðherra vill efla strandsiglingar til að hlífa vegakerfinu.
Innviðaráðherra vill efla strandsiglingar til að hlífa vegakerfinu.
Mynd / Bbl
Fréttir 16. september 2025

Starfshópur um strandsiglingar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um strandsiglingar við Ísland sem er ætlað að skila aðgerðaáætlun fyrir 1. desember 2025.

Hlutverk starfshópsins verður að móta og leggja fram aðgerðaáætlun um leiðir til að efla strandflutninga á sjó, m.a. til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins og draga úr umhverfisáhrifum. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef ráðuneytisins. Eyjólfur segir mikilvægt að efla strandflutninga að nýju til þess að vernda vegakerfið. Nauðsynlegt sé að flutningar á sjó umhverfis landið verði veigamikill hluti af vöruflutningum.

Í fréttatilkynningunni segir að langstærstur hluti vöruflutninga hér á landi faru fram með stórum bifreiðum um þjóðvegi. Álag á vegi hafi aukist hratt á undanliðnum árum með auknum kostnaði í viðhaldi vega. Starfshópnum er ætlað að vinna áfram með skýrslu sem Vegagerðin gerði fyrir innviðaráðuneytið um strandflutninga við Ísland. Tillögur hópsins verða lagðar til grundvallar við frekari stefnumótun í málaflokknum.

Að auki við þrjá fulltrúa skipaða af ráðuneytinu sitja í hópnum fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Vegagerðinni og Samgöngustofu

Skylt efni: strandsiglingar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...