Uppskera verður 15 sinnum á ári í nýju stöðinni þrátt fyrir að plönturnar sjái aldrei dagsljós eða næringarríka jörð.
Uppskera verður 15 sinnum á ári í nýju stöðinni þrátt fyrir að plönturnar sjái aldrei dagsljós eða næringarríka jörð.
Fréttir 8. janúar 2021

Stærsta bú fyrir lóðrétta ræktun í Danmörku

Höfundur: ehg - Nationen

Fjórtán röðum með salati, kryddjurtum og káli er staflað upp á hver aðra í nýju lóðréttu búi í Kaupmannahöfn sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Raðirnar ná frá gólfi og upp í þak hjá fyrirtækinu Nordic Harvest en hin nýja stöð nær yfir sjö ferkílómetra.

Uppskera verður 15 sinnum á ári í nýju stöðinni þrátt fyrir að plönturnar sjái aldrei dagsljós eða næringarríka jörð en þess í stað er fjólublátt ljós beint að þeim allan sólarhringinn frá 20 þúsund sérútbúnum LED-lömpum. Á þessari framtíðarstöð sjá litlir róbótar um að sá fræjum frá hillurekka til hillurekka. Áætlað er að um 200 tonn af grænmeti verði uppskorið á stöðinni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og síðan um þúsund tonn á ári þegar framleiðslan verður komin á fullt. Þetta verður því ein stærsta stöð þessarar tegundar í Evrópu og raunar heiminum. 

Nýja stöðin hefur mætt efasemdum frá mörgum sem stunda hefðbundinn landbúnað þar sem vangaveltur hafa sprottið upp um framleiðslugetu og rafmagnsnotkun. Forsvarsmenn fyrirtækisins benda á að stöðin hafi ákveðið loftslagsforskot með vörum sem afhentar eru í nálægð við framleiðslustaðinn og með notkun á grænu rafmagni frá vindmyllum. Þar að auki skaðar láréttur landbúnaður ekki umhverfið þar sem allt vatn, næring og áburður er endurnýtt. Hafa forsvarsmenn Nordic Harvest einnig bent á að í stöðinni þurfi einungis að nota einn lítra af vatni á hvert kíló sem framleitt er en á stórum akri þyrfti til dæmis að nota 250 sinnum meira magn. 

Skylt efni: lóðrétt ræktun

Hallar á landbúnað í fyrstu úthlutun
Fréttir 22. janúar 2021

Hallar á landbúnað í fyrstu úthlutun

Nokkur skortur gætti á beinum landbúnaðarverkefnum við fyrstu úthlutun Matvælasj...

Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir sandeðlum í Þýskalandi
Fréttir 22. janúar 2021

Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir sandeðlum í Þýskalandi

Þýskur dómstóll úrskurðaði þann 17. desember síðastliðinn að Tesla þyrfti að lút...

Hrúturinn Svarti-Smári frá Vatni er héraðsmeistari
Fréttir 22. janúar 2021

Hrúturinn Svarti-Smári frá Vatni er héraðsmeistari

Út af dálitlu sem hefur angrað heiminn síðustu mánuði var ekki hægt að halda hau...

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST
Fréttir 21. janúar 2021

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á atburði þar sem tveir einst...

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum
Fréttir 21. janúar 2021

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum

Undanfarna áratugi og enn frekar á síðustu árum og misserum hafa látlausar frétt...

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika
Fréttir 21. janúar 2021

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur úthlutað styrkjum til fjölmargra og ...

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu
Fréttir 20. janúar 2021

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu

Toyota setti á markað í Banda­ríkjunum í byrjun desember, 2021-útgáfu af sportle...

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð
Fréttir 20. janúar 2021

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð

Stjórn Menningarseturs Skag­firðinga hefur ákveðið að hætta starfsemi og afhenda...