Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Uppskera verður 15 sinnum á ári í nýju stöðinni þrátt fyrir að plönturnar sjái aldrei dagsljós eða næringarríka jörð.
Uppskera verður 15 sinnum á ári í nýju stöðinni þrátt fyrir að plönturnar sjái aldrei dagsljós eða næringarríka jörð.
Fréttir 8. janúar 2021

Stærsta bú fyrir lóðrétta ræktun í Danmörku

Höfundur: ehg - Nationen

Fjórtán röðum með salati, kryddjurtum og káli er staflað upp á hver aðra í nýju lóðréttu búi í Kaupmannahöfn sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Raðirnar ná frá gólfi og upp í þak hjá fyrirtækinu Nordic Harvest en hin nýja stöð nær yfir sjö ferkílómetra.

Uppskera verður 15 sinnum á ári í nýju stöðinni þrátt fyrir að plönturnar sjái aldrei dagsljós eða næringarríka jörð en þess í stað er fjólublátt ljós beint að þeim allan sólarhringinn frá 20 þúsund sérútbúnum LED-lömpum. Á þessari framtíðarstöð sjá litlir róbótar um að sá fræjum frá hillurekka til hillurekka. Áætlað er að um 200 tonn af grænmeti verði uppskorið á stöðinni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og síðan um þúsund tonn á ári þegar framleiðslan verður komin á fullt. Þetta verður því ein stærsta stöð þessarar tegundar í Evrópu og raunar heiminum. 

Nýja stöðin hefur mætt efasemdum frá mörgum sem stunda hefðbundinn landbúnað þar sem vangaveltur hafa sprottið upp um framleiðslugetu og rafmagnsnotkun. Forsvarsmenn fyrirtækisins benda á að stöðin hafi ákveðið loftslagsforskot með vörum sem afhentar eru í nálægð við framleiðslustaðinn og með notkun á grænu rafmagni frá vindmyllum. Þar að auki skaðar láréttur landbúnaður ekki umhverfið þar sem allt vatn, næring og áburður er endurnýtt. Hafa forsvarsmenn Nordic Harvest einnig bent á að í stöðinni þurfi einungis að nota einn lítra af vatni á hvert kíló sem framleitt er en á stórum akri þyrfti til dæmis að nota 250 sinnum meira magn. 

Skylt efni: lóðrétt ræktun

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.