Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Staðfest riðusmit við Varmahlíð í Skagafirði
Mynd / Bbl
Fréttir 25. febrúar 2020

Staðfest riðusmit við Varmahlíð í Skagafirði

Höfundur: smh

Staðfest tilfelli um riðuveiki er á bænum Grófargili við Varmahlíð í Skagafirði. Á bænum eru um 100 fjár.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að unnið sé að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Bóndi á Grófargili hafi haft samband við stofnunina þar sem ein kind hafi sýnt einkenni riðuveiki. Hafi kindin verið skoðuð og síðan aflífuð. Sýni hafi verið tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, þar sem riðuveikin hafi verið staðfest.

Grófargil er í Húna- og Skagahólfi en þar hafa langflest tilfelli komið upp á síðustu 20 árum. Alls hafa komið upp riðutilfelli á 20 bæjum á því tímabili. Þetta er í fyrsta skiptið sem riða kemur upp í Grófargili, en árið 2016 var staðfest tilfelli á bænum Brautarholti sem er næsti bær við Grófargil. Síðast greindist riða í hólfinu á síðasta ári og einnig var staðfest tilfelli í hólfinu 2018, en ekki árið 2017.

Fyrsta tilfelli ársins

Í tilkynningu Matvælastofnun kemur einnig fram að þetta sé fyrsta tilfelli um riðusmit á árinu. Í fyrra hafi einungis eitt tilfelli komið upp, einmitt í Skagafirði. Þar segir ennfremur fram að riðan sé á undanhaldi en brýnt sé að sofna ekki á verðinum, það sýni þetta tilfelli nú.

Í upplýsingum á vef Matvælastofnunar um aðgerðir gegn riðutilfellum  segir: „Þegar riðuveiki finnst á nýjum bæ er samið við eiganda, öllu fénu fargað strax og þinglýst fjárleysi á jörðinni. Farga skal hverri kind sem látin hefur verið til annarra bæja frá sýkta bænum, líka öllum kindum frá öðrum bæjum sem hýstar hafa verið á riðubænum yfir nótt eða lengur. Þar sem riða hefur náð að búa um sig og smitleið er ókunn getur þurft að farga á snertibæjum og jafnvel öllu fé á heilum svæðum. Héraðsdýralæknir metur hvað hægt er að hreinsa, hvað verður að fjarlægja og áætlar jarðvegsskipti við hús. Hús, tæki og tól eru háþrýstiþvegin og sótthreinsuð með klóri og joði eða sviðin með loga. Hreinsun skal taka út áður en yfirborði er lokað, timbri með fúavarnarefni, steini og járni með sterkri málningu. Notað er mauraeitur tvisvar sinnum vegna heymauranna. Heyjum frá riðutíma er eytt. Jarðvegsskipti fara fram, síðan er sand- eða malborið (malbikað). Að tveimur árum liðnum er nýr fjárstofn tekinn frá ósýktu svæði.“

 

Skylt efni: riða | Skagafjörður

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...