Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Staðfest að svínapest hefur fundist innan landamæra Þýskalands
Fréttir 11. september 2020

Staðfest að svínapest hefur fundist innan landamæra Þýskalands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þjóðverjar hafa staðfest að fyrsta tilfellið af afrísku svínapestinni hafi fundist í landinu. Julia Klöckner landbúnaðarráðherra Þýskalands greindi frá þessu í gær, fimmtudaginn 10. september, en þá fannst hræ af smituðum villigelti í Ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands.

Þjóðverjar líta málið mjög alvarlegum augum, enda hefur svínapestin leikið svínarækt í mörgum ríkjum grátt, en þó hvergi eins illa og Kína þar sem 120 milljónir svína hafa drepist frá því veikin fannst þar fyrst í ágúst 2018. Það er meira en þriðjungur af svínastofninum í Kína. Svínapestarvírusinn hefur nú fundist í 10 Evrópulöndum. Þýskaland er langstærsti svínakjötsframleiðandinn í álfunni og stærsti útflytjandi í álfunni á svínakjöti til Kína og hefur flutt þangað yfir 5 milljónir tonna af svínakjöti á ári. 

Stutt frá pólsku landamærunum

Hræið af smitaða villigeltinum sem fannst í Þýskalandi var í 6 km fjarlægð frá pólsku landamærunum og í um 30 km fjarlægð frá þeim stað sem slíkt smit var síðast staðfest í Póllandi. Sýni úr hræinu var tekið til rannsóknar hjá rannsóknastofu Loeffler stofnunarinnar í Þýskalandi sem staðfesti að um afrísku svínapestina  (AFS) væri að ræða.

Landbúnaðarráðuneyti Þýskalands hefur sett af stað hæsta viðbúnaðarstig enda talið erfitt að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar í Þýskalandi með villtum svínum. Danir höfðu áður brugðist við með því að reisa sérstaka girðingu á landamærunum að þýskalandi sem á að koma í veg fyrir að vilt svín frá Þýskalandi ráfi yfir landamærin.

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...