Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Staðfest að svínapest hefur fundist innan landamæra Þýskalands
Fréttir 11. september 2020

Staðfest að svínapest hefur fundist innan landamæra Þýskalands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þjóðverjar hafa staðfest að fyrsta tilfellið af afrísku svínapestinni hafi fundist í landinu. Julia Klöckner landbúnaðarráðherra Þýskalands greindi frá þessu í gær, fimmtudaginn 10. september, en þá fannst hræ af smituðum villigelti í Ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands.

Þjóðverjar líta málið mjög alvarlegum augum, enda hefur svínapestin leikið svínarækt í mörgum ríkjum grátt, en þó hvergi eins illa og Kína þar sem 120 milljónir svína hafa drepist frá því veikin fannst þar fyrst í ágúst 2018. Það er meira en þriðjungur af svínastofninum í Kína. Svínapestarvírusinn hefur nú fundist í 10 Evrópulöndum. Þýskaland er langstærsti svínakjötsframleiðandinn í álfunni og stærsti útflytjandi í álfunni á svínakjöti til Kína og hefur flutt þangað yfir 5 milljónir tonna af svínakjöti á ári. 

Stutt frá pólsku landamærunum

Hræið af smitaða villigeltinum sem fannst í Þýskalandi var í 6 km fjarlægð frá pólsku landamærunum og í um 30 km fjarlægð frá þeim stað sem slíkt smit var síðast staðfest í Póllandi. Sýni úr hræinu var tekið til rannsóknar hjá rannsóknastofu Loeffler stofnunarinnar í Þýskalandi sem staðfesti að um afrísku svínapestina  (AFS) væri að ræða.

Landbúnaðarráðuneyti Þýskalands hefur sett af stað hæsta viðbúnaðarstig enda talið erfitt að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar í Þýskalandi með villtum svínum. Danir höfðu áður brugðist við með því að reisa sérstaka girðingu á landamærunum að þýskalandi sem á að koma í veg fyrir að vilt svín frá Þýskalandi ráfi yfir landamærin.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.