Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
SS hækkar verð fyrir dilkakjöt um átta prósent frá því í fyrra
Mynd / smh
Fréttir 26. júní 2019

SS hækkar verð fyrir dilkakjöt um átta prósent frá því í fyrra

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur gefið út verðskrá fyrir innlagt kindakjöt haustið 2019. Verð fyrir dilka hækkar um átta prósent milli ára og verð fyrir fullorðið hækkar um fjögur prósent.

Að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS, eru aðstæður á markaði að mörgu leyti góðar og því ekkert sem kemur í veg fyrir að gefa út verð núna. Stefna SS er að greiðs samkeppnishæft afurðaverð og ef vel gengur að miðla hluta af rekstrarafgangi til bænda í formið viðbótar á afurðaverði.

Eins og áður verður innlegg staðgreitt föstudaginn eftir innleggsviku. Slátrun hefst miðvikudaginn 4. september og lýkur miðvikudaginn 6. nóvember, sem er lenging um einn dag frá því í fyrra.

Verðhlutföll hjálpa bændum að ákveða sláturtíma

Á vef SS kemur fram að verðhlutföll hjálpi bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins.

Vikuna 4. til 6. september, eða 36 viku ársins, verður 20 prósent álag fyrir dilkakjöt og verður verðhlutfallið því 120 prósent af verðskrá, en fer síðan lækkandi. 

Með þessu hyggst SS reyna að fá bændur til að koma fyrr með fé til slátrunar og jafna fjölda yfir tímabilið.

Reiknað er með að slátra um 2.000 fjár á dag fyrstu vikuna. Það fari síðan stigfjölgandi í 2.400, 2.500 og mest í 2.600 dilka á dag þegar mest lætur í vikum 40, 41, 42 og 43.

Heimtaka á kjöti

SS birtir einnig verðskrá fyrir heimtöku á kjöti. Ekki er hægt að taka heim skrokka eftir númerum. Ef bændur vilja taka valda gripi heim þarf að merkja þá á haus fyrir flutning í sláturhús.

Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun er tvískipt. Fyrir magn sem er minna en 15 stykki á innleggjanda er gjaldið 3.800 kr./stk., en á það magn sem er umfram 15 stk. er gjaldið 4.900 kr./stk.

Ef slög og hálsar eru lögð inn verður þetta gjald annars vegar 3.300 kr/stk og hins vegar 4.400 kr./stk. á magn umfram 15 stk. Heimtaka á fullorðnu fé kostar 4.200 kr./stk. Fínsögun kostar aukalega 780 kr./stk. Félagið tekur ekki fullorðna hrúta til innleggs.

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...