Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
SS hækkar verð fyrir dilkakjöt um átta prósent frá því í fyrra
Mynd / smh
Fréttir 26. júní 2019

SS hækkar verð fyrir dilkakjöt um átta prósent frá því í fyrra

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur gefið út verðskrá fyrir innlagt kindakjöt haustið 2019. Verð fyrir dilka hækkar um átta prósent milli ára og verð fyrir fullorðið hækkar um fjögur prósent.

Að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS, eru aðstæður á markaði að mörgu leyti góðar og því ekkert sem kemur í veg fyrir að gefa út verð núna. Stefna SS er að greiðs samkeppnishæft afurðaverð og ef vel gengur að miðla hluta af rekstrarafgangi til bænda í formið viðbótar á afurðaverði.

Eins og áður verður innlegg staðgreitt föstudaginn eftir innleggsviku. Slátrun hefst miðvikudaginn 4. september og lýkur miðvikudaginn 6. nóvember, sem er lenging um einn dag frá því í fyrra.

Verðhlutföll hjálpa bændum að ákveða sláturtíma

Á vef SS kemur fram að verðhlutföll hjálpi bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins.

Vikuna 4. til 6. september, eða 36 viku ársins, verður 20 prósent álag fyrir dilkakjöt og verður verðhlutfallið því 120 prósent af verðskrá, en fer síðan lækkandi. 

Með þessu hyggst SS reyna að fá bændur til að koma fyrr með fé til slátrunar og jafna fjölda yfir tímabilið.

Reiknað er með að slátra um 2.000 fjár á dag fyrstu vikuna. Það fari síðan stigfjölgandi í 2.400, 2.500 og mest í 2.600 dilka á dag þegar mest lætur í vikum 40, 41, 42 og 43.

Heimtaka á kjöti

SS birtir einnig verðskrá fyrir heimtöku á kjöti. Ekki er hægt að taka heim skrokka eftir númerum. Ef bændur vilja taka valda gripi heim þarf að merkja þá á haus fyrir flutning í sláturhús.

Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun er tvískipt. Fyrir magn sem er minna en 15 stykki á innleggjanda er gjaldið 3.800 kr./stk., en á það magn sem er umfram 15 stk. er gjaldið 4.900 kr./stk.

Ef slög og hálsar eru lögð inn verður þetta gjald annars vegar 3.300 kr/stk og hins vegar 4.400 kr./stk. á magn umfram 15 stk. Heimtaka á fullorðnu fé kostar 4.200 kr./stk. Fínsögun kostar aukalega 780 kr./stk. Félagið tekur ekki fullorðna hrúta til innleggs.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...