Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skógarbændur vantar farveg fyrir sínar afurðir.
Skógarbændur vantar farveg fyrir sínar afurðir.
Mynd / ph
Fréttir 15. febrúar 2024

Snemmgrisjun er óalgeng

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Tæp áttatíu prósent skógarbænda hófu skógrækt á sinni jörð fyrir árið 2010. Vegna aldurs skógarins ættu flestir að vera komnir með einhverjar viðarnytjar.

Þrátt fyrir þetta hafa rúm sextíu prósent skógarbænda ekki framkvæmt snemmgrisjun í sínum skógum. Henni er lokið hjá rúmlega níu prósent skógarbænda á meðan snemmgrisjun stendur yfir hjá tuttugu og tveimur prósentum. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem framkvæmd var meðal meðlima í deild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands.

Ekki virðist liggja í augum uppi hvað skógarbændur geti gert við sínar afurðir, en fjörutíu og sex prósent svarenda segjast ekki vita hvert þeir eigi að leita þegar skógurinn er kominn á seinni stig grisjunar. Nær allir svarendur myndu vilja sjá viðarmiðlun eða einhvern hráefniskaupanda verða að veruleika. Mestur áhugi er á viðarmiðlun í gegnum samvinnufélag í eigu bænda á meðan lítill hluti myndi vilja selja sitt timbur í gegnum einkaaðila eða á eigin vegum.

Sú trjátegund sem nýtur mestrar hylli er lerki, en tæp sextíu prósent svarenda sögðu þá tegund vera ríkjandi á sinni jörð. Næstvinsælust er fura, greni í þriðja sæti og birki í því fjórða. Að lokum kemur ösp, þó hún njóti samt sem áður nokkurrar hylli.

Aðrar áhugaverðar niðurstöður úr könnuninni eru meðal annars þær að einungis tæp tíu prósent svarenda eru undir fimmtugu. Þá vilja tæp sjötíu prósent búa til kolefniseiningar með skógrækt. Að lokum virðist áhugi skógarbænda á Bændablaðinu vera mjög mikill, en einungis rúm tvö prósent svarenda sögðust ekki lesa þann miðil.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...