Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvítur æðarungi í lófa.
Hvítur æðarungi í lófa.
Mynd / Árni R. Örvarsson
Fréttir 8. júlí 2021

Snæhvítir æðarungar komu í heiminn á Hraunum í Fljótum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Árna R. Örvarssyni brá nokkuð í brún nýlega þegar hann var að ganga um æðarvarpið sitt og fjölskyldunnar að Hraunum í Fljótum en þar er æðarvarp með um 3.000 æðarkollum. Árni lýsir því sem gerðist þannig:

„Já, á göngu minni einn daginn þar sem ég fór yfir varpið í síðasta sinn að safna dún, ramba ég á ósköp venjulega æðarkollu á hreiðri. Kollan fer af hreiðri þegar ég nálgast og við mér blasa tveir, snæhvítir æðarungar og mig rak í rogastans, þetta hafði ég ekki séð áður. Ég aflaði mér upplýsinga og samkvæmt fuglafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun er þetta afar sjaldgæft að finna hvítan æðarfugl eða unga og því mjög merkilegt þegar slíkt gerist,“ segir Árni, ánægður með nýju, hvítu ungana sína.

Hvít æðarsystkini í hreiðri á Hraunum í Fljótum. Að sögn fuglafræðings Náttúrufræðistofnunar þykir slíkt afar sjaldgæft. Sennilega er þá enn sjaldgæfara að það finnist fleiri en einn hvítur æðarungi í sama hreiðrinu.

Skylt efni: æðarvarp | æðarfugl

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...