Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvítur æðarungi í lófa.
Hvítur æðarungi í lófa.
Mynd / Árni R. Örvarsson
Fréttir 8. júlí 2021

Snæhvítir æðarungar komu í heiminn á Hraunum í Fljótum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Árna R. Örvarssyni brá nokkuð í brún nýlega þegar hann var að ganga um æðarvarpið sitt og fjölskyldunnar að Hraunum í Fljótum en þar er æðarvarp með um 3.000 æðarkollum. Árni lýsir því sem gerðist þannig:

„Já, á göngu minni einn daginn þar sem ég fór yfir varpið í síðasta sinn að safna dún, ramba ég á ósköp venjulega æðarkollu á hreiðri. Kollan fer af hreiðri þegar ég nálgast og við mér blasa tveir, snæhvítir æðarungar og mig rak í rogastans, þetta hafði ég ekki séð áður. Ég aflaði mér upplýsinga og samkvæmt fuglafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun er þetta afar sjaldgæft að finna hvítan æðarfugl eða unga og því mjög merkilegt þegar slíkt gerist,“ segir Árni, ánægður með nýju, hvítu ungana sína.

Hvít æðarsystkini í hreiðri á Hraunum í Fljótum. Að sögn fuglafræðings Náttúrufræðistofnunar þykir slíkt afar sjaldgæft. Sennilega er þá enn sjaldgæfara að það finnist fleiri en einn hvítur æðarungi í sama hreiðrinu.

Skylt efni: æðarvarp | æðarfugl

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.