Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hvítur æðarungi í lófa.
Hvítur æðarungi í lófa.
Mynd / Árni R. Örvarsson
Fréttir 8. júlí 2021

Snæhvítir æðarungar komu í heiminn á Hraunum í Fljótum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Árna R. Örvarssyni brá nokkuð í brún nýlega þegar hann var að ganga um æðarvarpið sitt og fjölskyldunnar að Hraunum í Fljótum en þar er æðarvarp með um 3.000 æðarkollum. Árni lýsir því sem gerðist þannig:

„Já, á göngu minni einn daginn þar sem ég fór yfir varpið í síðasta sinn að safna dún, ramba ég á ósköp venjulega æðarkollu á hreiðri. Kollan fer af hreiðri þegar ég nálgast og við mér blasa tveir, snæhvítir æðarungar og mig rak í rogastans, þetta hafði ég ekki séð áður. Ég aflaði mér upplýsinga og samkvæmt fuglafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun er þetta afar sjaldgæft að finna hvítan æðarfugl eða unga og því mjög merkilegt þegar slíkt gerist,“ segir Árni, ánægður með nýju, hvítu ungana sína.

Hvít æðarsystkini í hreiðri á Hraunum í Fljótum. Að sögn fuglafræðings Náttúrufræðistofnunar þykir slíkt afar sjaldgæft. Sennilega er þá enn sjaldgæfara að það finnist fleiri en einn hvítur æðarungi í sama hreiðrinu.

Skylt efni: æðarvarp | æðarfugl

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...