Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
TriVan sláturhús á hjólum.
TriVan sláturhús á hjólum.
Á faglegum nótum 17. september 2018

Sláturhús og vinnsla á hjólum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Nú er ekki lengur nauðsynlegt að keyra sláturgripi um langan veg í sláturhús. Í stað þess er nú hægt að koma með sláturhús á hjólum heim til bóndans eða veiðimannsins úti á mörkinni. 
 
Þetta fyrirbæri er nefnt TriVan Mobile Slaughter Trailer og hugmyndin kviknaði 2002. Þá setti Samvinnufélag bænda í San Juan-sýslu í Bandaríkjunum sér það markmið að slátra sjálft öllum sínum búfénaði. Var útbúið fullkomið sláturhús í gámavagni sem dreginn var af dráttarbíl á milli staða. Var þetta fyrsta færanlega trukkasláturhúsið sem hlaut samþykki landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna. 
 
Slátrun stórgripa og vinnsla er ekki vandamál.
 
Með 16 ára reynslu
 
Frá 2002 hefur TriVan trukka­sláturhúsið (Truck Body) verið notað víða og boðið þjónustu sína um alla Norður-Ameríku. Þannig hefur það verið notað við slátrun og vinnslu á hreindýrum í Alaska, nautgripum og kjúklingum í Kanada, við slátrun á buffalóum í Norður-Dakota í Bandaríkjunum og ýmsu öðru. 
Sláturhúsið hefur töluverða afkastagetu og hægt er að nota það þótt veðurfar sé slæmt. 
 
Boðið er upp á margs konar staðlaða hönnun sem og hönnun sem byggð er á séróskum hvers og eins. Þannig er hægt að nota færanlegar kjötvinnslur fyrir mikil afköst sem henta staðbundnum aðstæðum og einnig fyrir sjálfbæran búskap. 
 
Til sýnis í Washingtonríki
 
Framleiðendur bjóða viðskipta­vinum að koma og skoða TriVan Truck Body sláturhús og kjötvinnslur á 1.300 fermetra sýningarsvæði hjá Bob Lodder í Ferndale í Washington. Netfangið er blodder@trivan.com.  

8 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...