Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
TriVan sláturhús á hjólum.
TriVan sláturhús á hjólum.
Á faglegum nótum 17. september 2018

Sláturhús og vinnsla á hjólum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Nú er ekki lengur nauðsynlegt að keyra sláturgripi um langan veg í sláturhús. Í stað þess er nú hægt að koma með sláturhús á hjólum heim til bóndans eða veiðimannsins úti á mörkinni. 
 
Þetta fyrirbæri er nefnt TriVan Mobile Slaughter Trailer og hugmyndin kviknaði 2002. Þá setti Samvinnufélag bænda í San Juan-sýslu í Bandaríkjunum sér það markmið að slátra sjálft öllum sínum búfénaði. Var útbúið fullkomið sláturhús í gámavagni sem dreginn var af dráttarbíl á milli staða. Var þetta fyrsta færanlega trukkasláturhúsið sem hlaut samþykki landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna. 
 
Slátrun stórgripa og vinnsla er ekki vandamál.
 
Með 16 ára reynslu
 
Frá 2002 hefur TriVan trukka­sláturhúsið (Truck Body) verið notað víða og boðið þjónustu sína um alla Norður-Ameríku. Þannig hefur það verið notað við slátrun og vinnslu á hreindýrum í Alaska, nautgripum og kjúklingum í Kanada, við slátrun á buffalóum í Norður-Dakota í Bandaríkjunum og ýmsu öðru. 
Sláturhúsið hefur töluverða afkastagetu og hægt er að nota það þótt veðurfar sé slæmt. 
 
Boðið er upp á margs konar staðlaða hönnun sem og hönnun sem byggð er á séróskum hvers og eins. Þannig er hægt að nota færanlegar kjötvinnslur fyrir mikil afköst sem henta staðbundnum aðstæðum og einnig fyrir sjálfbæran búskap. 
 
Til sýnis í Washingtonríki
 
Framleiðendur bjóða viðskipta­vinum að koma og skoða TriVan Truck Body sláturhús og kjötvinnslur á 1.300 fermetra sýningarsvæði hjá Bob Lodder í Ferndale í Washington. Netfangið er blodder@trivan.com.  

8 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f