Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Samkvæmt Rafni Bergssyni hafa gæði nautakjötsframleiðslunnar aukist, en þar sem greinin er smá sé erfitt að framleiða mikið magn í tilteknum gæðaflokkum.
Samkvæmt Rafni Bergssyni hafa gæði nautakjötsframleiðslunnar aukist, en þar sem greinin er smá sé erfitt að framleiða mikið magn í tilteknum gæðaflokkum.
Mynd / ál
Fréttir 9. október 2025

Slæm afkoma hamlar nautakjötsframleiðslu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins kom fram að Íslendingar ná ekki að anna eftirspurn eftir nautakjöti og er innflutningur algengur. Rafn Bergsson, formaður Deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ástæðuna fyrst og fremst vera þá að afkoman í greininni er ekki nægjanlega góð.

Hann segir sláturleyfishafa bera fyrir sig að samkeppni við innflutning bjóði ekki upp á frekari verðhækkanir til bænda. „Frá 2018 til 2020 hækkaði afurðaverð ekkert en á sama tíma hækkuðu aðföng. Síðan þá hefur verðið verið að þokast upp á við og og ég vil trúa því að það sé nú orðið betri rekstrargrundvöllur í þessari grein heldur en verið hefur,“ segir Rafn.

Rafn Bergsson, formaður Deildar nautgripabænda í Bændasamtökum Íslands, segir afkomuna af nautakjötsframleiðslu þurfa að vera meiri til þess að hægt sé að anna eftirspurn.
Gæðin hafa aukist

Hann bætir við að vegna smæðar íslenskrar framleiðslu sé talsverð áskorun að framleiða mikið magn í tilteknum gæðum, en í síðasta tölublaði Bændablaðsins kom enn fremur fram að ein helsta ástæðan fyrir áhuga veitingamanna á innfluttu hráefni sé að þar geti þeir treyst á stöðug gæði.

„Gæði íslensks nautakjöts hafa hins vegar stóraukist á síðustu árum ef maður horfir til þeirrar gæðaflokkunar sem bændur fá borgað eftir. Nú fer stærri hluti gripanna í betri flokka en var áður, sem er jákvæð þróun. Aðalástæðan er að fleiri og fleiri bændur eru farnir að vanda sína framleiðslu, en svo er líka farið að koma meira af þessum angus-gripum sem eru sérhæfðir kjötframleiðslugripir.

Við erum að byrja að nota kyngreint sæði í kýr sem gefur möguleika til þess að bændur geti sætt lakari kýrnar með holdanautasæði og fengið þá meira af angus-blendingum. Það skilar betri gripum sem eru betur gerðir og með mun meiri vaxtarhraða en hinir íslensku. Ég vil meina að það sé bjartara yfir í nautgripaframleiðslu og betri tækifæri en hefur verið,“ segir Rafn.

Breytingar skila sér ekki strax

Í nautakjötsframleiðslu sé hins vegar langur framleiðslutími og breytingar ekki alltaf fljótar að skila sér. „Meðgöngutíminn hjá kúnni er rúmir níu mánuðir. Kálfinn þarf svo að ala og er nautið tilbúið til slátrunar 22 til 24 mánaða. Þannig að við erum farin að slá í þrjú ár frá því að kýrin festir fang þangað til að varan er komin til neytenda.

Breytingar gerast því hægt og bændur eru kannski ekki alveg tilbúnir að hoppa á vagninn af því að þeir vita að þetta er mjög langur og dýr ferill. Þeir þurfa að leggja töluvert mikla fjármuni í þetta áður en þeir fá eitthvað til baka,“ segir Rafn.

Skylt efni: nautgriparækt

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...