Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vigdís Häsler, framkvæmda­stjóri Bændasamtaka Íslands.
Vigdís Häsler, framkvæmda­stjóri Bændasamtaka Íslands.
Mynd / HKr
Fréttir 12. júlí 2021

Skortur á dýralæknum og leiðir til úrbóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á þessu ári sendu Bænda­samtök Íslands og Matvæla­stofnun bréf til mennta­mála­ráðherra þar sem skortur á dýra­læknum er tíundaður og óskað er eftir því að ráðherra beiti sér fyrir aðgerðum til úrbóta.

Vigdís Häsler, framkvæmda­stjóri Bændasamtaka Íslands, segir að í framhaldi af bréfinu hafi fulltrúar Bænda­sam­takanna, Matvæla­stofn­unar og Dýra­lækna­félags Íslands átt fund með fulltrúum menntamála­ráðuneytisins.

„Á fundinum kom fátt annað í ljós en að fulltrúar mennta­mála­ráðuneytisins telja mála­flokkinn flokkast undir landbúnaðar­ráðuneytið þrátt fyrir að menntun dýralækna falli undir ráðu­neyti mennta­mála. Málið er því enn í vinnslu og ég reikna með að ráðu­neytin tvö séu að ræða sín á milli um hvernig á að leysa það farsællega.“

Bréf til mennta- og menningarmála­ráðuneytisins

Í bréfinu, sem er dagsett 15. apríl síðastliðinn, segir að síðustu ár hafi skortur á dýralæknum hér á landi verið mikið í umræðunni.

„Bændasamtök Íslands og Matvælastofnun óska eftir að ráðherra menntamála beiti sér fyrir því að gerð verði athugun á því hvaða áhrif þessi skortur hafi á íslenskan landbúnað og atvinnuhætti í íslenskum landbúnaði. Jafnframt skora samtökin og stofnunin á að ráðherra, í samstarfi við viðkomandi fagráðuneyti í landbúnaði, finni lausn á þessum skorti.

Skortur á dýralæknum getur meðal annars haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir aðgengi bænda og almennings að dýralækna­þjónustu sem gætu haft alvarleg áhrif á heilsu og velferð dýra, auk fjárhagslegs tjóns fyrir bændur.

Skorturinn hefur líka gert það að verkum að MAST hefur þurft að leita eftir erlendu starfsfólki til að gera stofnuninni kleift að sinna skyldum sínum. Í lögum um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 er að finna heimild til ráðherra til að veita tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heimildin er ætluð til þess að gefa ráðherra tækifæri til þess að bregðast við ástandi þar sem skortur er viðvarandi eða fyrirsjáanlegur á fólki með tiltekna menntun með því að skapa sérstakan hvata fyrir fólk til þess að sækja sér þá menntun eða til að starfa í tiltekinni starfsgrein. Til þess að ráðherra geti ákveðið sérstaka tímabundna ívilnun þurfa að liggja fyrir upplýsingar um viðvarandi skort í ákveðinni starfsstétt eða að skortur sé fyrirsjáanlegur. Þá er einnig að finna heimild í 28. grein sömu laga til ráðherra að veita tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána hjá lánþegum búsettum á svæðum skilgreindum í samráði við Byggðastofnun, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Bændasamtök Íslands og MAST skora á ráðherra að finna lausn á skorti á dýralæknum hér á landi og óska eftir því að undirbúin verði skýrsla sem byggir á upplýsingum um hvaða áhrif skortur á dýralæknum muni hafa á íslenskan landbúnað og atvinnuhætti í íslenskum landbúnaði.

Fulltrúar Bændasamtakanna og MAST eru reiðubúin til frekari viðræðna um efni þessa erindis við ráðherra og fulltrúa ráðuneytisins.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...