Skorti samtal og samráð til að Bændasamtökin gætu haft skoðun á samningnum
Fréttir 11. júní 2021

Skorti samtal og samráð til að Bændasamtökin gætu haft skoðun á samningnum

Höfundur: VH

Nýverið var lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings milli Íslands og Bretlands. Samningurinn veitir gagn­kvæman aðgang að mörk­uðum samkvæmt nánari skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustu­viðskiptum og opinberum inn­kaupum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að við samningsferlið hafi samtal og samráð skort til að landbúnaðurinn gæti haft skoðun á samningnum. „Það er umhugsunarvert að önnur hagsmunasamtök hafi haft talsverða vitneskju um drög að samningi sem var í undirbúningi í utanríkisráðuneytinu sem hvorki hagsmunasamtök í sjávarútvegi eða landbúnaði máttu hafa skoðun á, þar sem um drög var að ræða. Þá þykja það sérstök vinnubrögð að tilkynna um fríverslunarsamninginn á föstudegi en sýna ekki innihald hans fyrr en rúmum tveimur sólarhringum síðar á heimasíðu Stjórnarráðsins.“

Umfangsmikill samningur

Fyrir vöruviðskipti eru kjarnahags­munir Íslands tryggðir fyrir út­flutning, þar með talið fyrir sjávar­útvegs- og landbúnaðarvörur. Samn­ingurinn auðveldar þá þjónustuviðskipti milli ríkjanna, auk þess sem íslensk fyrirtæki munu hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi.
Samningurinn er umfangsmikill og í honum er að finna ákvæði á sviði hugverkaréttinda, heilbrigðisreglna fyrir matvæli, tæknilegra reglugerða ríkisstyrkja, samkeppnismála starfsumhverfis lítilla og meðalstórra fyrirtækja, góðrar reglusetningar og samstarfs á því sviði og margt fleira.Þá inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði um­hverfis­verndar og baráttu gegn hlýnun jarðar auk skuldbindinga á sviði vinnuréttar. Þar er jafnframt að finna sérstakan kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum.

Framsækinn og yfirgripsmikill fríverslunarsamningur

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um sé að ræða fram­sækinn og yfirgripsmikinn fríverslunar­samning sem nær til flestra sviða viðskipta á milli ríkjanna og reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti.“

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti
Fréttir 21. júní 2021

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti

Íslenskt gæðanaut er nýtt merki sem Landssamband kúabænda hefur verið að vinna a...

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátr...

Stærsta svínabú heims byggt í Kína
Fréttir 16. júní 2021

Stærsta svínabú heims byggt í Kína

Í Kína er nú verið að byggja stærsta svínabú heims en það mun framleiða árlega 2...

Síðustu fundir Ræktum Ísland!
Fréttir 15. júní 2021

Síðustu fundir Ræktum Ísland!

Á síðustu vikum hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt verkefnisstjóru...

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun
Fréttir 14. júní 2021

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Pure North Recycling, Bændasam...

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris er 40,4 milljarðar króna
Fréttir 14. júní 2021

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris er 40,4 milljarðar króna

Á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda fyrir árið 2020, sem var haldinn fyrir skömmu, ko...

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands
Fréttir 11. júní 2021

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið dagana 7. júlí – 11. júlí í Borgarnesi....

Safna gögnum til að auka arðsemi í sauðfjárbúskap
Fréttir 11. júní 2021

Safna gögnum til að auka arðsemi í sauðfjárbúskap

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sauðfjárbændur og atvinnuvegaráðuneytið hafa ge...