Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skorti samtal og samráð til að Bændasamtökin gætu haft skoðun á samningnum
Fréttir 11. júní 2021

Skorti samtal og samráð til að Bændasamtökin gætu haft skoðun á samningnum

Höfundur: VH

Nýverið var lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings milli Íslands og Bretlands. Samningurinn veitir gagn­kvæman aðgang að mörk­uðum samkvæmt nánari skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustu­viðskiptum og opinberum inn­kaupum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að við samningsferlið hafi samtal og samráð skort til að landbúnaðurinn gæti haft skoðun á samningnum. „Það er umhugsunarvert að önnur hagsmunasamtök hafi haft talsverða vitneskju um drög að samningi sem var í undirbúningi í utanríkisráðuneytinu sem hvorki hagsmunasamtök í sjávarútvegi eða landbúnaði máttu hafa skoðun á, þar sem um drög var að ræða. Þá þykja það sérstök vinnubrögð að tilkynna um fríverslunarsamninginn á föstudegi en sýna ekki innihald hans fyrr en rúmum tveimur sólarhringum síðar á heimasíðu Stjórnarráðsins.“

Umfangsmikill samningur

Fyrir vöruviðskipti eru kjarnahags­munir Íslands tryggðir fyrir út­flutning, þar með talið fyrir sjávar­útvegs- og landbúnaðarvörur. Samn­ingurinn auðveldar þá þjónustuviðskipti milli ríkjanna, auk þess sem íslensk fyrirtæki munu hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi.
Samningurinn er umfangsmikill og í honum er að finna ákvæði á sviði hugverkaréttinda, heilbrigðisreglna fyrir matvæli, tæknilegra reglugerða ríkisstyrkja, samkeppnismála starfsumhverfis lítilla og meðalstórra fyrirtækja, góðrar reglusetningar og samstarfs á því sviði og margt fleira.Þá inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði um­hverfis­verndar og baráttu gegn hlýnun jarðar auk skuldbindinga á sviði vinnuréttar. Þar er jafnframt að finna sérstakan kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum.

Framsækinn og yfirgripsmikill fríverslunarsamningur

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um sé að ræða fram­sækinn og yfirgripsmikinn fríverslunar­samning sem nær til flestra sviða viðskipta á milli ríkjanna og reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti.“

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...