Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skorti samtal og samráð til að Bændasamtökin gætu haft skoðun á samningnum
Fréttir 11. júní 2021

Skorti samtal og samráð til að Bændasamtökin gætu haft skoðun á samningnum

Höfundur: VH

Nýverið var lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings milli Íslands og Bretlands. Samningurinn veitir gagn­kvæman aðgang að mörk­uðum samkvæmt nánari skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustu­viðskiptum og opinberum inn­kaupum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að við samningsferlið hafi samtal og samráð skort til að landbúnaðurinn gæti haft skoðun á samningnum. „Það er umhugsunarvert að önnur hagsmunasamtök hafi haft talsverða vitneskju um drög að samningi sem var í undirbúningi í utanríkisráðuneytinu sem hvorki hagsmunasamtök í sjávarútvegi eða landbúnaði máttu hafa skoðun á, þar sem um drög var að ræða. Þá þykja það sérstök vinnubrögð að tilkynna um fríverslunarsamninginn á föstudegi en sýna ekki innihald hans fyrr en rúmum tveimur sólarhringum síðar á heimasíðu Stjórnarráðsins.“

Umfangsmikill samningur

Fyrir vöruviðskipti eru kjarnahags­munir Íslands tryggðir fyrir út­flutning, þar með talið fyrir sjávar­útvegs- og landbúnaðarvörur. Samn­ingurinn auðveldar þá þjónustuviðskipti milli ríkjanna, auk þess sem íslensk fyrirtæki munu hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi.
Samningurinn er umfangsmikill og í honum er að finna ákvæði á sviði hugverkaréttinda, heilbrigðisreglna fyrir matvæli, tæknilegra reglugerða ríkisstyrkja, samkeppnismála starfsumhverfis lítilla og meðalstórra fyrirtækja, góðrar reglusetningar og samstarfs á því sviði og margt fleira.Þá inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði um­hverfis­verndar og baráttu gegn hlýnun jarðar auk skuldbindinga á sviði vinnuréttar. Þar er jafnframt að finna sérstakan kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum.

Framsækinn og yfirgripsmikill fríverslunarsamningur

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um sé að ræða fram­sækinn og yfirgripsmikinn fríverslunar­samning sem nær til flestra sviða viðskipta á milli ríkjanna og reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti.“

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...