Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslu starfshóps um stofnun Umhverfisakademíu á Húnavöllum.
„Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslu starfshóps um stofnun Umhverfisakademíu á Húnavöllum.
Mynd / Húnavatnshr.
Fréttir 23. febrúar 2022

Skoða stofnun umhverfisakademíu á Húnavöllum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Starfshópur sem skoðaði hug­mynd­ir um nýtingu Húnavalla hefur skilað skýrslu þar sem fram kemur að hópurinn telji hug­mynd um umhverfisakademíu fýsi­legan kost að stefna að á staðnum fyrir sameinað sveitarfélag Húna­vatns­hrepps og Blöndu­ósbæjar.

Leggur hópurinn til að stefnt verði að því að hefja starfsemi umhverfis­akademíu á Húnavöllum í upphafi skólastarfs haustið 2023. Umhverfi­sakademían er þróunarverkefni sem unnið var að sam­hliða viðræðum um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga.

„Hugmyndin byggir í grunninn á því mati að það sé í raun enginn skóli á Íslandi sem marki sér þá sérstöðu að vera umhverfisfræðsluskóli þótt víða sé hægt að finna greinar á sviði umhverfisfræða í námskrám háskólanna. Að því leyti sé þarna sennilega eyða í menntakerfinu sem hægt væri að fylla í með sérstökum umhverfisskóla. Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslunni.

Húnavellir. Mynd / HKr.

Húsnæðið hentar vel

Að mati starfshópsins hentar húsnæði að Húnavöllum vel fyrr starfsemi lýðskóla með samnýtingu við bæði Hótel Húna og verkefnið „Sól í sveit“, sem lýtur að uppsetningu aðstöðu til námskeiðahalds tengdu textíl. Leggur hópurinn til að stofnað verður einkahlutafélag um rekstur umhverfisakademíunnar og verði það í eigu sveitarfélaganna, Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, eða sameinaðs sveitarfélags verði af sameiningu þeirra. Þá er lagt til að gerðir verði samningar um afnot af skólahúsnæði og við Hótel Húna um gistirými fyrir nemendur og aðra aðstöðu utan skólastarfs. Einnig verði gengið til samninga við helstu samstarfsaðila, þ.m.t. Menntamálastofnun um staðfestingu á starfsemi og menntamálaráðuneyti um árlega fjármögnun umhverfis­akademíunnar. 

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...