Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skjóða frá Hnjúki.
Skjóða frá Hnjúki.
Mynd / Maríanna Gestsdóttir
Fréttir 25. janúar 2024

Skjóða slær Íslandsmet

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nythæsta kýr landsins árið 2023 var Skjóða frá Hnjúki í Vatnsdal. Hún skilaði 14.762 lítrum mjólkur á liðnu ári, sem eru mestu ársafurðir sem mælst hafa úr íslenskri kú.

Á Hnjúki eru Maríanna Gestsdóttir og Sigurður Rúnar Magnússon bændur. Maríanna segist ekki hafa einhlíta skýringu á þessum árangri, en Skjóða hefur fengið sama fóður og meðferð og aðrar kýr á bænum. Hún sé stór og mikill gripur og af ætt nythárra kúa.

Maríanna minnist sérstaklega á langömmu Skjóðu sem hafi mjólkað heilt ofboð fyrir fimmtán árum. Þá er móðuramma Skjóðu undan fyrsta kynbótanautinu sem Sigurður og Maríanna sendu á nautastöð.

„Ég myndi ekki segja að hún sé frek, en hún gerir það sem hún ætlar sér,“ segir Maríanna aðspurð um hvaða karakter Skjóða hafi að geyma. Þá sé hún brussa þótt Maríanna bæti við að hún sé almennt þæg. Skjóða er fimm ára og er á sínu þriðja mjaltaskeiði.

Maríanna segir hana vera heilbrigða og býst ekki við öðru en hún eigi mikið inni. Þrátt fyrir þá miklu nyt sem hún var með þá missti hún aldrei hold.

Nokkur heppni spili inn í að Skjóða hafi orðið nythæsta kýr landsins, en hún bar í kringum jólin 2022 og var því ekki í geldstöðu neinn hluta síðasta árs. Skjóða náði yfir fimmtíu lítra dagsnyt í fjóra mánuði, sem Maríanna segir óvenju langan tíma, og mætti kýrin fjórum sinnum í mjaltaþjóninn á dag þegar mest var.

Nánar er fjallað um niður­stöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum á síðum 44–45 í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Skylt efni: nythæstu kýrnar

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...