Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Skjóða frá Hnjúki.
Skjóða frá Hnjúki.
Mynd / Maríanna Gestsdóttir
Fréttir 25. janúar 2024

Skjóða slær Íslandsmet

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nythæsta kýr landsins árið 2023 var Skjóða frá Hnjúki í Vatnsdal. Hún skilaði 14.762 lítrum mjólkur á liðnu ári, sem eru mestu ársafurðir sem mælst hafa úr íslenskri kú.

Á Hnjúki eru Maríanna Gestsdóttir og Sigurður Rúnar Magnússon bændur. Maríanna segist ekki hafa einhlíta skýringu á þessum árangri, en Skjóða hefur fengið sama fóður og meðferð og aðrar kýr á bænum. Hún sé stór og mikill gripur og af ætt nythárra kúa.

Maríanna minnist sérstaklega á langömmu Skjóðu sem hafi mjólkað heilt ofboð fyrir fimmtán árum. Þá er móðuramma Skjóðu undan fyrsta kynbótanautinu sem Sigurður og Maríanna sendu á nautastöð.

„Ég myndi ekki segja að hún sé frek, en hún gerir það sem hún ætlar sér,“ segir Maríanna aðspurð um hvaða karakter Skjóða hafi að geyma. Þá sé hún brussa þótt Maríanna bæti við að hún sé almennt þæg. Skjóða er fimm ára og er á sínu þriðja mjaltaskeiði.

Maríanna segir hana vera heilbrigða og býst ekki við öðru en hún eigi mikið inni. Þrátt fyrir þá miklu nyt sem hún var með þá missti hún aldrei hold.

Nokkur heppni spili inn í að Skjóða hafi orðið nythæsta kýr landsins, en hún bar í kringum jólin 2022 og var því ekki í geldstöðu neinn hluta síðasta árs. Skjóða náði yfir fimmtíu lítra dagsnyt í fjóra mánuði, sem Maríanna segir óvenju langan tíma, og mætti kýrin fjórum sinnum í mjaltaþjóninn á dag þegar mest var.

Nánar er fjallað um niður­stöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum á síðum 44–45 í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Skylt efni: nythæstu kýrnar

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...